Skip to main content

Spænska

Spænska

MA gráða

. . .

Hægt er að leggja stund á MA í spænsku þar sem nemendur fá þjálfun í fræðilegum og sjálfstæðum vinnubrögðum sem og í framsetningu efnis í fræðilegu samhengi.

Um námið

Að námi loknu hefur nemandi öðlast nákvæma þekkingu á kjörsviði sínu í spænsku máli og málvísindum, eða sögu og bókmenntum spænskumælandi þjóða. Hann hefur fengið þjálfun í fræðilegum og sjálfstæðum vinnubrögðum sem og í framsetningu efnis í fræðilegu samhengi.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf í spænsku með 1. einkunn (7,25) og 10e lokaritgerð veitir aðgang að meistaranámi á háskólastigi.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Álfgrímur Aðalsteinsson
Álfgrímur Aðalsteinsson
Spænskunám BA

Ég fór í lýðháskóla í Danmörku þegar ég var 17 ára og þegar ég útskrifaðist úr MH flutti ég til Granada í Andalúsíu á Spáni. Ég var þar í eina önn í spænskuskóla en núna er ég fluttur aftur heim til Íslands og er í Spænsku BA. Mér finnst það mjög skemmtilegt enda elska ég það tungumál og finnst námið mjög áhugavert og skiptinámið spennandi!

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.