
Smáríkjafræði: Smáríki í alþjóðakerfinu
30 einingar - Viðbótardiplóma
. . .
Í smáríkjafræði er fjallað um þau tækifæri sem smáríki í alþjóðasamfélaginu standa frammi fyrir og þá veikleika sem þau þurfa að vinna bug á. Sérstök áhersla er lögð á að greina stöðu smáríkja í Evrópu einkum með tilliti til Evrópusamrunans. Einnig er sérstaklega fjallað um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu sem og stöðu Íslands í Evrópu.
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Námið
Diplóma í smáríkjafræðum er 30 eininga námsleið fyrir þá sem lokið hafa BA- eða BS-námi í einhverri grein. Nemendur sem sækja um í meistaranám í alþjóðasamskiptum geta fengið námið metið, að uppfylltum inntökuskilyrðum.
BA-, B.Ed.- eða BS-próf eða sambærilegt próf. Erlendir umsækjendur, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, þurfa að sýna fram á góða þekkingu á enskri tungu (TOEFL 79, IELTS 6.5).