Skjalfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Skjalfræði

Skjalfræði

Aukagrein

. . .

Námsleiðin er ætluð nemendum sem hafa hug á því að starfa á skjalasöfnum, hvort heldur sem skjalavörður á skjalasafni við stofnun eða fyrirtæki.

Um námið

Aukagreinin er fyrst og fremst ætluð sagnfræðinemum, enda er góð undirstaða í þeirri grein forsenda fyrir  námi í skjalfræði og starfi á þeim vettvangi. Forkröfur eru 20 einingar í sagnfræði, það er Sagnfræðileg vinnubrögð og annað tveggja kjarnanámskeiða í Íslandssögu.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Forkröfur eru 20 einingar í sagnfræði, það er Sagnfræðileg vinnubrögð og annað tveggja kjarnanámskeiða í Íslandssögu. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur með aðra aðalgrein en sagnfræði taki skjalfræði sem aukagrein og eru forkröfur þær sömu og hjá sagnfræðinemum. Til greina kemur að önnur námskeið verði metin sem ígildi forkröfunámskeiða.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.