
Skattaréttur og reikningsskil
120 einingar - MA gráða
. . .
Námið í skattarétti og reikningsskilum er þverfaglegt og skipulagt sameiginlega af Viðskiptafræðideild og Lagadeild og miðar að því að veita fræðilega sérmenntun á sviðum er snerta skattamál og reikningsskil.
Fyrir nemendur
Til að innritast í meistaranám í skattarétti og reikningsskilum þarf umsækjandi að hafa lokið BA-prófi frá Lagadeild Háskóla Íslands eða BS/BA prófi frá Viðskiptafræðideild eða Hagfræðideild háskólans eða öðru háskólanámi sem metið er jafngilt fyrsta háskólaprófi í sambærilegum greinum.