
Skattaréttur og reikningsskil
120 einingar - MA gráða
. . .
Meistaranám í skattarétti og reikningsskilum er þverfaglegt og skipulagt sameiginlega af Viðskiptafræðideild og Lagadeild. Námið miðar að því að veita fræðilega sérmenntun á sviðum er snerta skattamál og reikningsskil.
Námið
Fyrir nemendur

Um námið
Meistaranám í skattarétti og reikningsskilum miðar að því að veita fræðilega sérmenntun á sviðum er snerta skattamál og reikningsskil. Rekstrar- og lagaumhverfi nútímans þýðir að þessi tvö fræðasvið tengjast sífellt meira og þörf er á sérfræðingum í atvinnulífinu er þekkja vel til í hvoru tveggja, skattamálum og reikningsskilum.