Skip to main content

Sjávar- og vatnalíffræði

Þorskseiðarannsóknir í Álftafirði

Líffræði

MS gráða

. . .

Tveggja ára meistaranám í sjávar- og vatnalíffræði með áherslu á fiskifræði og vistfræði sjávar og ferskvatns á lágarktískum svæðum. Námið er samvinnuverkefni Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnunar. Námsleiðin verður í boði sem kjörsvið innan MS náms í líffræði árið 2021. 

Bleikja

Um námið

Háskóli Íslands, í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun býður upp tveggja ára meistaranám (MS) í sjávar- og vatnalíffræði, með áherslu á fiskifræði og vistfræði sjávar og ferskvatns á lágarktískum svæðum.

Námið er samsett af námskeiðum sem byggir á fræðilegri yfirferð, verklegri kennslu, vettvangsferðum og greiningu gagna og hinsvegar af verkefnavinnu sem lýkur með ritgerð.
Námskeiðin skiptast í skylduáfanga og valáfanga, samtals 60 einingar,  og 60 einingar verkefni. 

Efni námskeiða og verkefna byggir á sérfræðiþekkingu starfsmanna við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnunar sem sjá um kennsluna og einnig samstarfsaðila á Íslandi en möguleiki er að vinna rannsóknarverkefni  við aðrar rannsóknarstofnanir.

Viðfangsefni námskeiða og mögulegra verkefna mun endurspegla þessa þekkingu í fiskifræði, vatnalíffræði, sjávarvistfræði, haffræði og umhverfisfræði og einnig notkun ólíkra aðferða við rannsókir á lífríkinu þ.á.m. notkun líkana og tölfræði við stofnstærðarmat, greiningu á kvörnum, hljóðum og merkingum, nýtingu útlits og erfðaupplýsinga  við rannsóknir á lífríki ferskvatns og sjávar, bæði samfélögum og stofnum lífvera  t.d. fiska, sjávarspendýra og fugla.

Námskeið:

Umsókn

Námsleiðin er í boði sem kjörsvið innan MS náms í líffræði.
Þar af leiðandi skal sækja um í MS nám í líffræði en tilgreina í greinargerð að nemandi sé að sækja um nám í sjávar- og vatnalíffræði. 
Sjá frekari upplýsingar um umsóknarferlið.

Nánari upplýsingar um námið og umsóknir veita Nemendaþjónusta VoN (mssens@hi.is ), Arnar Pálsson (apalsson@hi.is) og Theodór Kristjánsson (theodor.kristjansson@hafogvatn.is).

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

  1. Fyrsta háskólagráða, BS-próf, í líffræði með lágmarkseinkunn 6,5. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja meistaranám.
  2. a) Samþykkt í meistaranám í líffræði er háð því hvort umsækjandi hafi fundið sér leiðbeinanda meðal fastra kennara námsleiðar.
    b) Athugið, umsækjendur samþykktir í framhaldsnám í líffræði með sérsvið í sjávarlíffræði, bera ábyrgð á því að finna sér leiðbeinanda fyrir lok fyrsta misseris í námi.
  3. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
  4. Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.

Sjáðu um hvað námið snýst

Skrifstofa 
s. 525 4700 
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram   Twitter    Youtube

 Facebook    Flickr