Sjávar- og vatnalíffræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Sjávar- og vatnalíffræði

Þorskseiðarannsóknir í Álftafirði

Líffræði

MS gráða

. . .

Tveggja ára meistaranám í sjávar- og vatnalíffræði með áherslu á fiskifræði og vistfræði sjávar og ferskvatns á lágarktískum svæðum. Námið er samvinnuverkefni Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnunar. Námsleiðin verður í boði sem kjörsvið innan MS náms í líffræði árið 2021. 

Bleikja

Um námið

Háskóli Íslands, í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun býður upp tveggja ára meistaranám (MS) í sjávar- og vatnalíffræði, með áherslu á fiskifræði og vistfræði sjávar og ferskvatns á lágarktískum svæðum.

Námið er samsett af námskeiðum sem byggir á fræðilegri yfirferð, verklegri kennslu, vettvangsferðum og greiningu gagna og hinsvegar af verkefnavinnu sem lýkur með ritgerð.
Námskeiðin skiptast í skylduáfanga og valáfanga, samtals 60 einingar,  og 60 einingar verkefni. 

Efni námskeiða og verkefna byggir á sérfræðiþekkingu starfsmanna við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnunar sem sjá um kennsluna og einnig samstarfsaðila á Íslandi en möguleiki er að vinna rannsóknarverkefni  við aðrar rannsóknarstofnanir.

Viðfangsefni námskeiða og mögulegra verkefna mun endurspegla þessa þekkingu í fiskifræði, vatnalíffræði, sjávarvistfræði, haffræði og umhverfisfræði og einnig notkun ólíkra aðferða við rannsókir á lífríkinu þ.á.m. notkun líkana og tölfræði við stofnstærðarmat, greiningu á kvörnum, hljóðum og merkingum, nýtingu útlits og erfðaupplýsinga  við rannsóknir á lífríki ferskvatns og sjávar, bæði samfélögum og stofnum lífvera  t.d. fiska, sjávarspendýra og fugla.

Námskeið:

Umsókn

Námsleiðin verður í boði sem kjörsvið innan MS náms í líffræði árið 2021. 
Þar af leiðandi skal sækja um í MS nám í líffræði en tilgreina í greinargerð að nemandi sé að sækja um nám í sjávar- og vatnalíffræði. 
Sjá frekari upplýsingar um umsóknarferlið.

Nánari upplýsingar um námið og umsóknir veita Nemendaþjónusta VoN (sensgraduate@hi.is), Arnar Pálsson (apalsson@hi.is) og Theodór Kristjánsson (theodor.kristjansson@hafogvatn.is).

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

  1. Fyrsta háskólagráða, BS-próf, í líffræði með lágmarkseinkunn 6,5. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja meistaranám.
  2. Nemendur sem hafa hug á að sækja um framhaldsnám þurfa að vera komnir með leiðbeinanda áður en sótt er um nám.
  3. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
  4. Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.

Sjáðu um hvað námið snýst

Skrifstofa 
s. 525 4700 
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram   Twitter    Youtube

 Facebook    Flickr