
Sérkennslufræði og skóli margbreytileikans
120 einingar - M.Ed. gráða
Megintilgangur náms í sérkennslufræði og skóla margbreytileikans er að þátttakendur öðlist þekkingu og skilning á skipulagi, framkvæmd og mati á sérkennslu í almennum skólum, sérskólum og sérdeildum á öllum skólastigum, og kynnist hlutverki leiðtoga við nýsköpun í skóla margbreytileikans á vettvangi ríkis og sveitarfélaga.

Um námið
Á námsleiðinni sérkennslufræði og skóli margbreytileikans geta nemendur sérhæft sig á eftirfarandi kjörsviðum:
Rétt til að sækja um inngöngu í framhaldsnám á þessari námsleið eiga þeir sem hafa lokið fullgildu
kennaranámi, þroskaþjálfanámi, uppeldis- og menntunarfræðinámi eða sambærilegu námi til
bakkalárgráðu með fyrstu einkunn (7,25). Umsækjendur skulu hafa leyfisbréf til kennslu í leik-,
grunn- eða framhaldsskólum eða tveggja ára samfellda reynslu af starfi í skólum.

Félagslíf
Í uppeldis- og menntunarfræði er starfandi nemendafélagið Tumi. Farið er í vísindaferðir, haldnar árshátíðir, Pubquiz og próflokaskemmtanir. Tumi starfar með öðrum nemendafélögum sviðsins og er boðið upp á marga sameiginlega viðburði. Tumi er einnig hagsmunafélag og er nemendum innan handar.
Þú gætir líka haft áhuga á: | ||
---|---|---|
Mál og læsi, M.Ed. | Menntun án aðgreiningar, MT | Menntunarfræði leikskóla, M.Ed. |
Þú gætir líka haft áhuga á: | |
---|---|
Mál og læsi, M.Ed. | Menntun án aðgreiningar, MT |
Menntunarfræði leikskóla, M.Ed. |
Hafðu samband
Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is
Fyrirspurnum um námið í deildinni er beint til Jóhönnu K. Traustadóttur, deildarstjóra.
Sími 525-5951
jkt@hi.is
