Sauðfé í landi elds og ísa | Háskóli Íslands Skip to main content

Sauðfé í landi elds og ísa

Sauðfé í landi elds og ísa

Hvað eiga kindur, eldfjöll og jöklar sameiginlegt? Taktu þetta námskeið til að sjá hvernig landnotkun af mannavöldum, svo sem nýting lands til sauðfjárbeitar, þótt ekki sé nema í nokkrar aldir, getur haft jafn róttæk áhrif á landslag og eldfjöll og jöklar hafa í árþúsundir.

SKRÁ MIG NÚNA

Um þetta námskeið

Landnotkun án viðhlítandi stýringar getur leitt til landrofs. Búfjárbeit er dæmi um slíka landnotkun og er vandamál sem menn standa frammi fyrir víða um heim. Markmiðið með þessu stutta námskeiði er að vekja fólk til vitundar um umhverfishætturnar sem gjarnan tengjast ósjálfbærri stjórnun á náttúruauðlindum. Þetta námskeið notar Ísland sem dæmi, því þar hefur sauðfjárbeit lengi verið talin tengjast víðtækri landeyðingu. Við skoðum sauðfjárbeit á Íslandi út frá sjónarhorni sjálfbærni, og könnum hvernig sagan, félagshagfræðilegir þættir og umhverfislegar aðstæður hafa haft áhrif á nýtingu sauðfjárbeitarauðlinda. Uppbygging sjálfbærra stýringaraðferða þarf að taka tillit til hagfræðilegra og félagslegra sjónarmiða, ekki síður en vistfræðilegra þátta. Við getum sett saman almennar reglur og leiðbeiningar um stýringu sem byggjast á núverandi skilningi okkar á félagsvistfræðilegum kerfum en fínstilling tiltekinna ákvarðana, t.d. hvað varðar beitarþunga eða lengd beitartímans, verður að miðast við hvert svæði fyrir sig. Betri skilningur á afleiðingum þessara aðferða og að vistkerfið bregst við þeim á mismunandi hátt eftir umhverfisaðstæðum, mun leiða til betri ákvarðana og auka sjálfbærni stýringaraðferða sem þurfa að búa við sífelldar breytingar á umhverfisþáttum.

Það sem þú munt læra

Á þessu námskeiði munt þú læra um:

  • Sauðfjárbeit á Íslandi í menningarlegu, sögulegu og efnahagslegu samhengi
  • Þau viðfangsefni, verkefni og nálganir sem notaðar eru við stjórnun sauðfjárbeitar á Íslandi
  • Þá grunnþætti sem stjórna beitarkerfum, margbreytileika þeirra og sveiflur

Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem áhuga hafa á sauðfé og sauðfjárbeit á Íslandi, vistkerfum á norðurslóðum og umhverfisvernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Hægt er að byrja á námskeiðinu hvenær sem er og nemendur geta tekið það á sínum hraða. Námskeiðið er opið almenningi alls staðar að úr heiminum og er kennt á ensku.

Nú þegar hefur verið opnað fyrir skráningu í námskeiðið á heimasíðu þess. 

Í hnotskurn 
  Lengd 3 vikur
  Vinnuálag 1-2 tímar á viku
  Verð Ókeypis - Fáðu staðfestingu um þátttöku gegn greiðslu 50 USD
  Menntastofnun Háskóli Íslands
  Efni Náttúruvísindi
  Námsstig Inngangur
  Tungumál Enska
  Myndband Enska

Umsagnir nemenda

""
""
""
""
""
Anonymous
EdX - Sheep in the Land of Fire and Ice

I found this course, which I took because of an interest in Iceland in general, and having a vet student daughter who is doing lambing as we speak, really interesting. It posed questions that I had not considered and educated me on efforts towards sustainable management. There was a fascinating unpacking of archaeological evidence of the land type before settlement, and plenty of food for thought about the mess we humans seem to make of everything, and what can be done about it, and how to get the 'powers' to connect with the workers to try to solve the problem to the advantage of all concerned. I am not degree educated, I have done only a couple of A-level equivalent diplomas, and I found this course to be at a perfect level for me. I can heartily recommend it. Even if the course is of no relevance to you whatsoever, it is worthwhile because it's so interesting and so well delivered. One of those things that you didn't know you didn't know, and would never have guessed would be so interesting to know! Thank you so much for providing this as a free course option - though I have to confess, as daunting as I might have found the final quiz, I was disappointed that I didn't have to take it (on the free, audit version), and was sorely tempted to upgrade to verified just so I could!!

Martin G
EdX - Sheep in the Land of Fire and Ice

Great course! I take this course to learn something about sheep systems in Iceland, as I am studying (near to complete it) a degree in agronomic Engineering, in the University of Buenos Aires, Argentina. I found it really interesting, easy to complete, well organized and can be done by anyone. A good case of study where I reinforce some theoretical knowledge applied to a real case. Like I have previous knowledge it cost me less than expected to end it.

Anonymous
EdX - Sheep in the Land of Fire and Ice

I really enjoyed this course. I think it's valuable information wherever you live pertaining to sustainability. I learned a lot from this short course.

Anonymous
EdX - Sheep in the Land of Fire and Ice

I took this course as a break from the other work I was doing, and as a chance to learn about something I've never had to think about before. I thought it was a very nice course, and the information was very easy to keep track of and was presented in a way I (a Computer Science major from the suburbs of the USA) could understand on a base level.

Anonymous
EdX - Sheep in the Land of Fire and Ice

I found Iceland to be an ideal case study of a subject that I am interested in.

It is fascinating that the history of human settlement in Iceland commences in the ninth century. As a native of the UK, quite a short period compared to the history of human settlement where I live. 

The discussion between the participants from around the world enhanced the learning experience.
 

Kennarar í námskeiðinu eru helstu sérfræðingar landsins í þessum efnum og koma m.a. úr Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, frá Landgræðslu ríkisins, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og úr hópi bænda. Auk þeirra koma fræðimenn frá Simon Fraser University í Kanada að námskeiðinu.

Námskeiðið er svokallað MOOC-námskeið (Massive Open Online Course). Það er vistað innan edXEdge-netsins sem hefur að geyma fjölda slíkra námskeiða.