Hvaða opin netnámskeið eru til fyrir mig? | Háskóli Íslands Skip to main content

Hvaða opin netnámskeið eru til fyrir mig?

Á vef edX er að finna rúmlega 1.700 opin netnámskeið í meira en 30 námsgreinum. Opin netnámskeið geta verið gagnleg viðbót við háskólanám og veitt viðbótarþekkingu sem nýtist í framtíðarstarfi. Háskóli Íslands er einn af samstarfsaðilum edX og býður upp á nokkur námskeið.

Flest opin netnámskeið fela í sér töluverð samskipti og samstarf við samnemendur. Þátttakendur eru því ekki aðeins að auka við þekkingu sína og hæfni heldur einnig að efla tengslanetið sitt sem getur orðið gagnlegt bæði í námi og starfi.

Hægt er að fá formlega viðurkenningu fyrir þátttöku í opnum netnámskeiðum gegn vægu gjaldi. Einnig er í einstaka tilvikum hægt að taka opin námskeið til eininga. Einingar eru þá gefnar út af námskeiðshaldara eða vottuðum samstarfsaðila hans og þarf þátttakandi að hafa staðist lágmarkskröfur um námsárangur. Einingar þessar er mögulega hægt að fá metnar inn í nám á háskólastigi, en það er háð starfsreglum einstakra skóla um mat á ytra námi.

Á edX er fjöldi svokallaðra MicroMasters námsleiðir. Um er að ræða stuttar námsleiðir, oftast 4-6 opin netnámskeið, sem öll eru á meistaranámsstigi. Námsleiðir þessar veita einingar sem hægt er að nota til að ljúka fullu meistaranámi í viðkomandi grein hjá viðkomandi háskóla.

Hægt er að leita að opnum netnámskeiðum eftir námsgreinum, námsstigi og fleira á vef edX.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.