Skip to main content

Ég vil búa til opið netnámskeið

Netspjall

Kennsla í hjúkrunarfræði

Opin netnámskeið UIcelandX eru ætluð að höfða til breiðs alþjóðlegs hóps þátttakenda og endurspegla fræðilega sérstöðu Háskóla Íslands. Námskeiðin eru á ensku og þurfa að standast strangar gæðakröfur edX og Kennslusviðs HÍ.

Á næstu vikum verður kallað eftir tillögum um ný opin netnámskeið sem verða hýst á edX. Fræðimenn allra deilda verða hvattir til að skila inn tillögum sem endurspegla sérstöðu fræðasamfélags háskólans og sem ýta undir þróun nýrra kennsluhátta. Tillögur verða metnar af matsnefnd sem tilnefnd verður af Kennslusviði HÍ.

Námskeið sem eru valin til frekari þróunar fara í þróunarferli og nýtur kennari námskeiðsins aðstoðar þróunarteymis sem í eru fulltrúar Kennslumiðstöðvar HÍ, Kennslusviðs HÍ og Markaðs- og samskiptasviðs HÍ. Í teyminu eru sérfræðingar sem aðstoða kennaran með skipulagningu og útfærslu námskeiðs, námsefnisgerð og kynningarmál. Ennfremur njóta kennarar aðstoðar sérfræðinga edX um nánari útfærslu námskeiðs og námsefnis.

Það tekur mislangan tíma að þróa opin netnámskeið og ræðst það af:

  • hversu langt námskeiðið verður, en þau geta verið allt frá 4 vikum og upp í heilsannar námskeið.
  • hversu mikið námsefni þarf að vinna fyrir námskeiðið, en kennarar eru hvattir til að endurnýta efni sem er til þar sem það er hægt.
  • skipulagi námskeiðsins og sérstaklega hvort er um nýtt námskeið að ræða eða námskeið sem byggir á námskeiði sem þegar hefur verið kennt.

Miðað við 8 vikna námskeið sem byggir á námskeiði sem þegar er kennt og nýtir að einhverju leyti námsefni sem er til má gera ráð fyrir að þróunartíminn verði ekki minni en 3-4 mánuðir, sem skiptist gróflega þannig:

  • skipulagning námskeiðs: 3-4 vikur
  • myndatökur og myndklipping: 8-10 vikur
  • samsetning námskeiðs: 2-3 vikur
  • eftirvinnsla með fulltrúum edX: 3-4 vikur
  • kynningaráætlun: 3-4 vikur

Þegar vinnsla námskeiðs er lokið er það kynnt af Háskóla Íslands og edX og opnað fyrir skráningar. Ætlast er til að námskeið hefjist um það bil 2 mánuðum eftir að opnað er fyrir skráningum.

Fyrir frekari upplýsingar um gerð opinna netnámskeið fyrir UIcelandX hafið samband við verkefnisstjóra UIcelandX:
Tryggvi Thayer
Sími: 525 5934
Netfang: tbt@hi.is

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
11 + 9 =
Leystu þetta einfalda dæmi og settu inn niðurstöðuna. T.d. ef dæmið er 1 + 3, settu þá inn 4.