edX opin netnámskeið | Háskóli Íslands Skip to main content

edX opin netnámskeið

Kennsla í hjúkrunarfræði

Opin netnámskeið UIcelandX eru ætluð að höfða til breiðs alþjóðlegs hóps þátttakenda og endurspegla fræðilega sérstöðu Háskóla Íslands. Námskeiðin eru á ensku og þurfa að standast strangar gæðakröfur edX og Kennslusviðs HÍ.

UIcelandX er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og edX um gerð og rekstur opinna netnámskeiða. Opin netnámskeið UIcelandX eru alþjóðleg námskeið þróuð og kennd af aðilum innan úr fræðasamfélagi Háskóla Íslands. Námskeiðin eru ókeypis og opin öllum og nýtast háskólanemum sem vilja bæta við sitt nám, sem og fróðleiksfúsum almenningi.

Þátttaka HÍ í edX gefur færi á að miðla sérþekkingu innan skólans alþjóðlega og tengja fræðafólk og nemendur um allan heim. edX námskeið eru kjörin leið fyrir nemendur og kennara að kynnast nýjungum á sínu fræðasviði. Loks gefur þátttaka í edX kennurum tækifæri á að kynnast nýjum kennsluaðferðum og nýta önnur edX námskeið í kennslu til að auka fjölbreytni í efnisvali og veita innsýn í alþjóðlegt fræðasamfélag.

Kennarar geta gert tvenns konar netnámskeið í gegnum edX samstarfið:

  1. edX námskeið - opið netnámskeið boðið fram af Háskóla Íslands undir formerkjum UIcelandX á vefsvæði edx.org. HÍ mun bjóða fram a.m.k. 4 edX námskeið á næstu árum. Námskeið sem verða valin til þátttöku fá stuðning frá Kennslusviði og eru unnin í samstarfi við edX.
  2. edX edge námskeið - lokuð netnámskeið sem ætluð eru tilteknum hópi nemenda við HÍ og verða ekki í boði á vefsvæði edX. Þessi námskeið eru þróuð og á ábyrgð einstaka kennara.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.