
Skjöldur, forvarnarfélag hjúkrunarfræðinema, var stofnað árið 2009 og hefur starfsemin gengið út á fræðslu í grunnskólum um sjálfsmynd og mikilvægi hennar.
Tilgangur félagsins er að:
-
auka þekkingu og færni hjúkrunarfræðinema á viðfangsefnum lýðheilsu og forvarna
-
vinna úti í samfélaginu að auknum forvörnum og fræðslu til handa unglingum og ungu fólki
-
styrkja vinnubrögð nemenda í gagnreyndum forvarnarinngripum og fræðslu
-
skapa gagna- og þekkingargrunn um forvarnir og lýðheilsu
Upplýsingar um starfsemi Skjaldar má finna á vef félagsins og á Facebook síðu þess.
Forvarnarstarf Skjaldar - félags hjúkrunarfræðinema lýtur að sjálfsmynd barna og unglinga.
Hjúkrunarfræðinemar hafa einnig leitt forvarnarstarf gegn notkun rafsígarettna.

Tengt efni