Samfélagstúlkun | Háskóli Íslands Skip to main content

Samfélagstúlkun

Samfélagstúlkun

Grunndiplóma

. . .

Með hraðvaxandi fjölgun innflytjenda frá ýmsum heimshornum hefur þörf fyrir túlka á fjölda erlendra mála aukist gríðarlega. Þetta stafar m.a. af lagaskyldu til að útvega túlka við tilteknar aðstæður á sviðum dóms-, heilbrigðis-, skóla- og félagsmála.

Um námið

Nám í samfélagstúlkun er fyrst og fremst hugsað fyrir starfandi og verðandi túlka í málum sem ekki eru kennd við Háskóla Íslands. Námsleiðin verður ekki kennd kennsluárið 2018-2019.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Þeir sem geta hafið nám í samfélagstúlkun þurfa að hafa lokið stúdentsprófi, hafa íslensku að móðurmáli og góða færni í erlendu máli, eða hafa erlent móðurmál og góða færni í íslensku. Erlendir nemendur hafi stundað formlegt nám í íslensku sem öðru máli á háskólastigi. Reynsla af samfélagstúlkun er einnig æskileg en ekki krafa.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að námi loknu

Nám í samfélagstúlkun og fjölmenningu hefur ekki aðeins hagnýtt gildi fyrir nemendur sem það stunda og verða sérfræðingar í að miðla milli menningarheima á sviði einstaklingssamskipta heldur má líta á slíkt nám sem mikilvægan þátt í aðlögun samfélagsins og einstaklinganna að veruleika fjölmenningarinnar.
 
Innflytjendur nálgast brátt 10% af fjölda íbúa og eigi samskiptin milli hópa og einstaklinga að ganga sem best verður að vinna að því að gera samskiptin kleif og sem greiðust. Auk þess eru íslensk yfirvöld skyldug skv. lögum til þess í mörgum tilvikum að bjóða upp á túlkun. Það er því þörf fyrir æ fleira kunnáttufólk á þessu sviði. Það hefur alltaf verið heppilegra að fyrirbyggja misskilning en að leiðrétta hann eftir á.
 
Vel menntaðir samfélagstúlkar geta auðveldað atvinnulífinu störf sín við leit að hæfu fólki og miðlað upplýsingum til þeirra sem nýta sér þjónustu þess. Góðir samfélagstúlkar auðga samfélagið með auðveldari samskiptum.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Heilbrigðis- og skólakerfi.
  • Dómskerfi.
  • Félagsþjónusta.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.