Um BA-nám í skjalfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Um BA-nám í skjalfræði

Námsleiðin er ætluð nemendum sem hafa hug á því að starfa á skjalasöfnum, hvort heldur sem skjalavörður á skjalasafni við stofnun eða fyrirtæki. Námið nær til sígildra aðferða við skjalavörslu. Skoðaður er ferill skjals frá tilurð þess á skrifstofu yfir í fræðilega heimild, fjallað um gamlar og nýjar skjalavörsluaðferðir, frágang skjala í geymslu og gerð skjalaskrár, auk skjalalesturs og stjórnsýslusögu. Einnig er fjallað um nýjar áherslur og viðhorf í skjalfræðum m.a. um notkun og varðveislu rafrænna skjala, og lögð áhersla á heimildargildi skjala og notkun þeirra.

Aukagreinin er fyrst og fremst ætluð sagnfræðinemum, enda er góð undirstaða í þeirri grein forsenda fyrir  námi í skjalfræði og starfi á þeim vettvangi. Forkröfur eru 20 einingar í sagnfræði, það er Sagnfræðileg vinnubrögð og annað tveggja kjarnanámskeiða í Íslandssögu. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur með aðra aðalgrein en sagnfræði taki skjalfræði sem aukagrein og eru forkröfur þær sömu og hjá sagnfræðinemum. Til greina kemur að önnur námskeið verði metin sem ígildi forkröfunámskeiða í sagnfræði og þarf að sækja um það til námsbrautar í sagnfræði.

Umsjónarmaður námsins er Kristjana Kristinsdóttir (kristjkr@hi.is) lektor í skjalfræði/sagnfræði.

Nánari upplýsingar
Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám. Upplýsingar um námið má nálgast í kennsluskrá.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.