Skip to main content

Sagnfræði

""

Sagnfræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Í sagnfræði er boðið upp á framhaldsnám til MA-prófs og doktorsgráðu. Sagnfræði er fræðigreinin um mannleg samfélög og einstaklinga, um stjórnkerfi þeirra og stjórnmál, frelsi og ófrelsi, atvinnuvegi og efnahagslíf, hvers konar lifnaðarhætti og menningu í víðasta skilningi. Í sagnfræði eru samfélög könnuð eins langt aftur í tíma og heimildir leyfa og oft skoðuð í löngum tímasniðum.

Um námið

Í sagnfræði er boðið upp á framhaldsnám til MA-prófs og doktorsgráðu. Sagnfræði er fræðigreinin um mannleg samfélög og einstaklinga, um stjórnkerfi þeirra og stjórnmál, frelsi og ófrelsi, atvinnuvegi og efnahagslíf, hvers konar lifnaðarhætti og menningu í víðasta skilningi.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf í sagnfræði með 1. einkunn og a.m.k. 10 eininga lokaverkefni, sem hlotið hefur 1. einkunn að lágmarki, er skilyrði fyrir aðgangi að meistaranámi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Nemendur sem ekki hafa skrifað lokaverkefni sem hluta af BA-prófi sínu þurfa að ljúka slíku verkefni áður en þeir geta sótt um inngöngu í meistaranám. Hafi umsækjandi lokið BA-prófi eða sambærilegu prófi í annarri grein en sagnfræði skal hann hafa lokið sem svarar minnst 60e námi í sagnfræði og séu þar á meðal undirstöðunámskeið greinarinnar.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að námi loknu

Sagnfræðinám hefur bæði almennt menntunargildi og nýtist fólki í fjölbreytilegum störfum. Gagnsemi sagnfræði er m.a. fólgin í því að hún veitir okkur yfirsýn og skilning á því hvernig samfélög starfa og breytast og sýnir okkur jafnframt hvar rætur okkar liggja. Í sagnfræði er lögð áhersla á gagnrýnið mat á upplýsingum og hún örvar sjálfstæð vinnubrögð.
Sagnfræðingar vinna við ýmiss konar störf, enda hefur starfsvettvangur þeirra víkkað út á síðustu áratugum. Sagnfræði nýtist vel sem undirstöðumenntun undir stjórnunarstörf í einkafyrirtækjum og hjá hinu opinbera, við kennslustörf og útgáfu- og fjölmiðlastarfsemi. Sagnfræðingar fást t.d. við kennslu og rannsóknir á öllum skólastigum, stjórnsýslustörf, söguritun á vegum sveitarfélaga, samtaka og fyrirtækja, fréttamennsku, sögusýningar og bóka- og skjalavörslu.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Stjórnunarstörf hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera.
  • Kennsla.
  • Fjölmiðlun.
  • Stjórnsýsla.

Félagslíf

Nemendafélag sagnfræðinema heitir Fróði, félag sagnfræðinema. Félagið á sér langa sögu og er á vegum þess rekið tímaritið Sagnir auk þess sem það sér um skemmtanir sagnfræðinema.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.