
Sagnfræði
120 einingar - MA gráða
Í sagnfræði er boðið upp á framhaldsnám til MA-prófs og doktorsgráðu. Sagnfræði er fræðigreinin um mannleg samfélög og einstaklinga, um stjórnkerfi þeirra og stjórnmál, frelsi og ófrelsi, atvinnuvegi og efnahagslíf, hvers konar lifnaðarhætti og menningu í víðasta skilningi. Í sagnfræði eru samfélög könnuð eins langt aftur í tíma og heimildir leyfa og oft skoðuð í löngum tímasniðum.

Um námið
Í sagnfræði er boðið upp á framhaldsnám til MA-prófs og doktorsgráðu. Sagnfræði er fræðigreinin um mannleg samfélög og einstaklinga, um stjórnkerfi þeirra og stjórnmál, frelsi og ófrelsi, atvinnuvegi og efnahagslíf, hvers konar lifnaðarhætti og menningu í víðasta skilningi.
BA-próf með 1. einkunn og a.m.k. 10 eininga lokaverkefni, sem hlotið hefur 1. einkunn að lágmarki, er skilyrði fyrir aðgangi að meistaranámi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Nemendur sem ekki hafa skrifað lokaverkefni sem hluta af BA-prófi sínu þurfa að ljúka slíku verkefni áður en þeir geta sótt um inngöngu í meistaranám.