Safnafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Safnafræði

Safnafræði

60 einingar - Aukagrein

. . .

Safnafræði er fræðigrein sem tekur til nánast allra þátta safnastarfs og er bæði fjölbreytt og yfirgripsmikil. Víða um heim hefur mikil gróska átt sér stað innan safnafræðanna á síðastliðnum árum. Nýjar hugmyndir og kenningar hafa verið mótaðar og óhætt er að segja að fræðigreininni hafi almennt vaxið fiskur um hrygg.

Um námið

Safnafræði er þverfagleg þar sem hinar ýmsu fræðigreinar tengjast störfum safna.
Safnafræði er kennd sem eins árs grunnnám. Um er að ræða aukagrein til 60e sem taka má með annarri aðalgrein til 120e.

Ljúka þarf alls 180e til að útskrifast með BA-próf.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Mögulegur starfsvettvangur eru stjórnunarstörf við hvers kyns opinberar stofnanir og einkafyrirtæki sem koma að söfnun, varðveislu, rannsóknum, kennslu og miðlun menningararfs þar sem sérmenntun viðkomandi nýtist í starfi. Einnig má nefna verkefnastjórnun á sviði mennta- og menningarmála auk starfa sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu. 

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Safnastarf
  • Rannsóknir
  • Kennsla
  • Stjórnun
  • Sýningargerð
  • Menningartengd ferðaþjónusta

Félagslíf

Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður. Hann er staðsettur á neðstu hæð Háskólatorgs. Þar er aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf nemenda og er opið frá morgni til kvölds alla daga vikunnar.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook