Sænska | Háskóli Íslands Skip to main content

Sænska

Sænska

BA gráða

. . .

Sænskunámið miðar að því að nemendur nái hratt og örugglega valdi á sænsku máli. Þeir fá innsýn í sænska málfræði og bókmenntir, sænskt þjóðfélag og menningu, t.a.m. kvikmyndir og tónlist. Auk þess læra þeir margt um tungumál og bókmenntafræði almennt.

Um námið

Markmiðið með sænskukennslunni er að nemendur  geti tjáð sig bæði í tali og riti á góðri sænsku. Auk þess öðlast þeir undirstöðuþekkingu í í sænskum bókmenntum ásamt sögu, menningu Svíþjóðar.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að loknu námi

Atvinnumöguleikar fyrir fólk með menntun í sænsku eru margvíslegir, t.d. þýðingar, störf tengd viðskiptum, störf í ferðaþjónustu, fræðastörf, blaðamennska og önnur fjölmiðlastörf og störf í menningargeiranum.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Ferðaþjónusta.
  • Viðskipti.
  • Stjórnsýsla.

Félagslíf

Linguae er félag tungumálanema við Háskóla Íslands. Markmið félagsins er að efla félagslíf nemenda innan Mála- og menningardeildar. Enn sem komið er samanstendur það af ítölsku-, frönsku-, þýsku-, spænsku-, dönsku-, kínversku- og rússneskunemum. Nemendafélagið heldur úti heimasíðuFacebook-hóp og Facebook-síðu

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Getum við aðstoðað?

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.

Netspjall