
Rússlands- og Austur-Evrópufræði
Viðbótardiplóma
Námið veitir nemendum með svæðisbundinn áhuga á Austur-Evrópu tækifæri að stunda rannsóknarnám sem nýtir aðferðir félags- og hugvísinda og byggja upp sérhæfða þekkingu á einu eða fleiri ríkjum þessa svæðis.

Um námið
Náminu er hægt að ljúka á einu ári. Fyrra misserinu er varið við Háskóla Íslands en seinna misserinu við samstarfsskóla í Rússlandi eða Póllandi.
Bakkalárgráða (eða sambærileg prófgráða). Kunnátta í einu austur-evrópsku tungumáli (rússnesku eða pólsku) er nauðsynleg til að geta útskrifast.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.
Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga.
Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.
Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.
