Ritlist, aukagrein | Háskóli Íslands Skip to main content

Ritlist, aukagrein

Ritlist

Aukagrein

. . .

Í ritlist er lögð áhersla á frjóa hugsun og miðlun hennar í texta af ýmsu tagi, s.s. í ljóðum, smásögum, skáldsögum, bókmenntaþýðingum, leiktexta, greinum og öðrum þeim formum sem þátttakendur kalla til eða finna upp. Námið er í senn hagnýtt og listrænt.

Um námið

Markmið náms í ritlist á BA-stigi er að gera nemendur að betri pennum og búa þá undir framhaldsnám af ýmsu tagi, m.a. í ritlist. Námið nýtist vel á flestum sviðum mannlífsins.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Umsagnir nemenda

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir
fyrrverandi ritlistarnemi

„Hvenær rennur umsóknarfrestur út í MA-námið í ritlist? Ég er að spá í að sækja um aftur.“

Ástrós Elísdóttir
Ritlistarnemi

„…ég held ótrauð áfram í ritlistinni, sem er það langbesta og skemmtilegasta nám sem ég hef nokkurn tímann komist í tæri við. Gæði námsins eru í hæsta flokki og tengslanetið og vináttan sem hefur skapast í kringum námið ómetanleg…“

Félagslíf

Ritlistarnemar hafa stofnað eigið félag, Blekfjelagið, og er tilgangur þess m.a. að standa að útgáfu á ritsmíðum ritlistarnema, efna til rýnifunda, upplestra, heimsókna í forlög og árshátíða. Blekfjelagið hefur tekið þátt í ýmsum viðburðum, s.s. upplestrum og útgáfu Jólabókar Blekfjelagsins. Einnig hefur Blekfjelagið staðið fyrir stuttum ritsmiðjum.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Getum við aðstoðað?

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga.
Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.

Netspjall