Skip to main content

Ritlist

Ritlist

MA gráða

. . .

Í ritlist gefst áhugafólki um ritsmíðar færi á að þroska hæfileika sína undir handleiðslu reyndra höfunda. Lögð er áhersla á frjóa hugsun og miðlun hennar í listrænum texta af ýmsu tagi. Meðfram eru lesnar bókmenntir hvaðanæva úr heiminum.

Um námið

Um er að ræða fjögurra missera (120 ects) nám sem lýkur með MA-gráðu. Námið er að miklu leyti verklegt, og þá kennt í smiðjum eða rithringjum, en líka að hluta til fræðilegt.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Nemendur sem hefja meistaranám í ritlist skulu hafa lokið bakkalárprófi með fyrstu einkunn að lágmarki og a.m.k 10 eininga lokaverkefni. Þau sem ekki hafa neinn bakgrunn í bókmenntum, s.s. BA-nám í almennri bókmenntafræði, íslensku, ritlist eða öðru bókmenntatengdu námi, ljúki, auk 120 eininga á meistarastigi, námskeiðunum ÍSL111G Bókmenntafræði (eða ABF104G Aðferðum og hugtökum), einu bókmenntasögulegu námskeiði og einu bókmenntanámskeiði til viðbótar á BA-stigi (samtals 30 einingum). Þessum viðbótarnámskeiðum skal ljúka á fyrsta og öðru misseri námsins ef kostur er.

 

Umsækjendur skulu senda inn sýnismöppu með frumsömdu efni og verða gjaldgengir umsækjendur valdir inn í námið á grundvelli þess. Umsækjendur geta t.d. sent inn smásögur, kafla úr skáldverki fyrir börn eða fullorðna, sannsögur, ljóð, brot úr kvikmynda- eða sjónvarpshandriti, einþáttung eða esseyju; hámark 25 síður alls. Þá skulu umsækjendur einnig skila inn stuttri greinargerð um áhugasvið sitt og markmið með náminu (ein síða; efnistök mega vera listræn). Allt að 18 umsækjendur verða teknir inn árlega.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Ritfærni er mikils virði í samfélagi okkar og víst er að ritlistarnemum munu standa til boða margs konar störf þar sem skila þarf frambærilegum og skýrum texta.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

Útskriftarnemar hafa haslað sér völl sem rithöfundar, þýðendur, leik- og kvikmyndaskáld, þáttagerðarmenn, fréttamenn, kennarar, ritstjórar og kynningarstjórar, svo dæmi séu nefnd. Umfram allt verða þeir skapandi einstaklingar sem geta orðið að liði á mörgum sviðum þjóðlífsins.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.