Skip to main content

Reikniverkfræði

Formúla skrifuð á töflu

Reikniverkfræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Námið er tveggja ára grunnnám í reikniverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild. Námið er 120 einingar og telst fullgilt MS-próf. 

""

Um námið

Reikniverkfræði er grein verkfræði sem á undanförnum árum hefur markað sér sess víða um heim.

Greinin er þverfagleg og tengir saman tölvunarfræði, hagnýta stærðfræði og ýmsar fræðigreinar þar sem hún er notuð, t.d. eðlisfræði, efnafræði, líffræði, verkfræði. Líkansmíð og hermun eru mikilvægir þættir greinarinnar.

Gagnavísindi er önnur nútímafræðigrein sem skarast umtalsvert við reikniverkfræði.

Námið er annaðhvort 90 einingar í námskeiðum og 30 eininga rannsóknarverkefni eða 60 einingar í námskeiðum og 60 eininga rannsóknarverkefni.

Námskeiðin eru valin eru í samráði við umsjónarkennara.

 • Ef teknar eru 60 einingar í námskeiðum skulu að minnsta kosti 30 einingar vera námskeið merkt TÖL, HBV eða REI.
 • Ef teknar eru 90 einingar í námskeiðum skulu að minnsta kosti 45 einingar vera námskeið merkt TÖL, HBV eða REI.  

Að loknu meistaraprófi í reikniverkfræði geta nemendur sótt um leyfi til iðnaðarráðherra til að geta kallað sig verkfræðinga. Starfsheitið er lögverndað.

  Inntökuskilyrði

  Framhaldsnám

  1. BS-próf í verkfræði, stærðfræði, eðlisfræði eða tölvunarfræði (reiknifræðikjörsviði) með meðaleinkunn 6,5 eða hærri. Að auki gæti þurft að uppfylla forkröfur sem Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild setur.
  2. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
  3. Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.

  Sjáðu um hvað námið snýst

  Mynd að ofan 
  Texti vinstra megin 

  Starfsvettvangur

  Meistaranám í reikniverkfræði veitir mikilvæga þjálfun fyrir störf sem reyna á frumkvæði og sjálfstæði.

  Það undirbýr fólk fyrir margvísleg störf, sem dæmi má nefna störf í:

  • tæknifyrirtækjum
  • rannsóknardeildum í stórum fyrirtækjum
  • hjá rannsóknarstofnunum
  Texti hægra megin 

  Doktorsnám

  Meistaranám í reikniverkfræði er mikilvægur undirbúningur fyrir þá sem fara í doktorsnám í ýmsum reiknivísindum, t.d. reikniverkfræði, hagnýtri stærðfræði eða gagnavísindum.

  Meistarapróf í reikniverkfræði opnar möguleika á doktorsnámi

  Sjá lista yfir allt doktorsnám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands.

  Hafðu samband

  Nemendaþjónusta VoN
  s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
  Opið virka daga frá 09:00-15:30

  Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
  Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

  Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

   Instagram  Twitter  Youtube

   Facebook  Flickr