Reikningsskil og endurskoðun 120 einingar | Háskóli Íslands Skip to main content

Reikningsskil og endurskoðun 120 einingar

Reikningsskil og endurskoðun

120 einingar - M.Acc. gráða

. . .

Hægt er að velja um að taka meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun sem 90 e. nám eða 120 e. nám, báðar námslínur eru skipulagðar sem fjögurra missera nám.

Um námið

Meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun lýkur með prófgráðunni Master of Accounting and Auditing (M.Acc.).
Meistaranámið í reikningsskilum og endurskoðun (bæði 90 e. og 120 e. námsbrautirnar) ásamt tilskilinni starfsreynslu, veitir rétt til þess að þreyta próf til löggildingar í endurskoðun, en það próf er í umsjón Endurskoðendaráðs.

Nánari upplýsingar

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Forkröfur í námið eru BS próf í viðskiptafræði með tiltekinni áherslu á reikningshald, skattskil, lögfræði og fjármál. Þeir  sem hafa BS-próf í viðskiptafræði án slíkrar sérhæfingar eða annað sambærilegt háskólapróf, svo sem hagfræði, geta sótt undirbúningsnámskeið á BS stigi til að uppfylla þessa forkröfu. Undirbúningsnámskeið: Fjármál I, Fjármál II, Fjármálagerningar, Lögfræði A, Inngangur að fjárhagsbókhaldi, Reikningsskil, Rekstrarbókhald, Einstaklingsskattaréttur, Ársreikningagerð A og Ársreikningagerð B. Almenna reglan er að umsækjendur hafi fyrstu einkunn til að fá inngöngu (7,25).

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Námið hentar mjög vel þeim einstaklingum sem hafa hug á því að vinna við fjármál, innra eftirlit, innri endurskoðun, reikningshald, reikningsskil og/ eða ytri endurskoðun í fyrirtækjum eða stofnunum þar sem sérþekking á sviði reikningsskila og endurskoðunar er skilyrði fyrir starfi. Náminu er ætlað að mæta mikilli þörf á sérþekkingu á reikningsskila- og endurskoðunarsviði.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

  • Fjármál
  • Innra eftirlit
  • Innri endurskoðun
  • Reikningshald
  • Reikningsskil og/eða ytri endurskoðun

Hafðu samband

Nánari upplýsingar um námið veitir umsjónarmaður þess, Einar Guðbjartsson, dósent, eg@hi.is.
Einnig veitir Esther Judith Steinsson, verkefnisstjóri (info-macc@hi.is) upplýsingar.