
Reikningsskil og endurskoðun
M.Acc. gráða
Meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun lýkur með prófgráðunni Master of Accounting and Auditing (M.Acc.). Nemendur geta valið um tvær námsleiðir, 90 og 120 einingar og eru báðar námslínurnar skipulagðar sem fjögurra missera nám.

Um námið
Nemendur á báðum námslínum þ.e. 90 og 120 eininga náminu taka sömu 15 skyldunámskeiðin. Nemendur sem skráðir eru í 120 eininga námið valið um að taka 2 valnámskeið og skrifa 18 eininga meistararitgerð eða skrifa 30 eininga meistararitgerð.
Forkröfur í námið eru BS próf í viðskiptafræði með tiltekinni áherslu á reikningshald, skattskil, lögfræði og fjármál. Þeir, sem hafa BS próf í viðskiptafræði án slíkrar sérhæfingar eða annað sambærilegt háskólapróf, svo sem hagfræði, geta sótt undirbúningsnámskeið á BS stigi til að uppfylla þessa forkröfu. Undirbúningsnámskeið: Fjármál I, Fjármál II, Fjármálagerningar, Lögfræði A, Inngangur að fjárhagsbókhaldi, Reikningsskil, Rekstrarbókhald, Einstaklingsskattaréttur, Ársreikningagerð A og Ársreikningagerð B.
Almenna reglan er að umsækjendur hafi fyrstu einkunn til að fá inngöngu (7,25).
Umsækjendur sem uppfylla önnur skilyrði og eiga eftir þrjú eða færri undirbúningsnámskeið geta hafið meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun með því skilyrði að ljúka undirbúningsnámskeiðunum á fyrsta skólaári.
Óheimilt er að hefja nám á seinna ári í M.Acc. námi ef viðkomandi hefur ekki lokið undirbúningsnámskeiðum á fyrra námsári.