
Opinber stjórnsýsla
30 einingar - Viðbótardiplóma
. . .
Nám í opinberri stjórnsýslu greiðir þér leið og styrkir þig í starfi á fjölbreyttum og lifandi starfsvettvangi, jafnt hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem og í starfi hjá félagasamtökum. Þar kynnist þú fólki með ólíka menntun og starfsreynslu sem á það sameiginlegt að vilja efla fræðilega og hagnýta þekkingu sína á sviði stjórnunar innan hins opinbera eða á sviðum sem því tengjast.
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Námið
Diplóma í opinberri stjórnsýslu er hagnýt 30 eininga námsleið fyrir þá sem lokið hafa BA- eða BS-námi í einhverri grein. Nemendur sem sækja um meistaranám í opinberri stjórnsýslu MPA og fá heimild til að innritast í það fá diplómanám sitt metið að fullu (30e) inn í MPA-námið.