Skip to main content

Opinber stjórnsýsla, MPA

Opinber stjórnsýsla

120 einingar - MPA gráða

. . .

Nám í opinberri stjórnsýslu greiðir þér leið og styrkir þig í starfi á fjölbreyttum og lifandi starfsvettvangi, jafnt hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem og í starfi hjá félagasamtökum. Þar kynnist þú fólki með ólíka menntun og starfsreynslu sem á það sameiginlegt að vilja efla fræðilega og hagnýta þekkingu sína á sviði stjórnunar innan hins opinbera eða á sviðum sem því tengjast.

Námið

Eftirfarandi námsleiðir eru í boði í opinberri stjórnsýslu:

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-, B.Ed.- eða BS-próf eða sambærilegt próf með fyrstu einkunn

Sjáðu um hvað námið snýst

Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Námið býr fólk undir fjölbreytt störf á vettvangi ríkis, sveitarfélaga, sjálfseignastofnana sem sinna verkefnum fyrir hið opinbera, félagasamtaka, ráðgjafarfyrirtækja og einkafyrirtækja sem starfa náið með opinberum aðilum.

Texti hægra megin 

Tengslanetið 

Í MPA-náminu munt þú kynnast fólki með ólíka menntun og starfsreynslu sem á það sameiginlegt að vilja efla fræðilega og hagnýta þekkingu sína á sviði stjórnunar innan hins opinbera eða á sviðum sem því tengjast. Nemendur hafa starfað á öllum sviðum hins opinbera, ráðuneytum, stofnunum og sveitarfélögum. Þeir koma úr félags- og stjórnmálastarfi, auk þess að koma beint úr BA-námi. Í hópastarfi og þátttöku í kennslustundum miðla nemendur reynslu sinni og tengja við umfjöllun námskeiða. Nemendahópurinn og fjölbreytileg reynsla hans gefur því náminu verulegt gildi.

Félagslíf

Á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála er að finna fjölbreytta opna dagskrá fyrir nemendur í MPA- og diplómanámi, s.s. fyrirlestra, málþing og námskeið. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu stofnunarinna.

Hafa samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook