
Öldrunarþjónusta
30 einingar - Viðbótardiplóma
Viðbótardiplómanám í öldrunarþjónustu er sjálfstætt þverfræðilegt nám að loknu BA-prófi eða sambærilegu háskólaprófi. Námið er hægt að fá metið inn í MA-nám að uppfylltum inntökuskilyrðum.

Fyrir hverja?
Nemendur fá fræðilega og hagnýta þekkingu um málefni aldraðra og er ætluð þeim sem starfa með öldruðum, s.s. félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum, læknum og sjúkraþjálfurum.

Námið
Markmið námsleiðarinnar er að koma til móts við þörf fyrir sérhæfða þekkingu og færni á sviði öldrunarþjónustu. Nemendur fá fræðilega og hagnýta þekkingu um málefni aldraðra og þá þætti sem hafa áhrif á stefnumörkun og stjórnun málaflokksins.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólanámi á heilbrigðis- eða félagsvísindasviði (BA, B.Ed., BS). Að jafnaði er krafist fyrstu einkunna (7,25).
Einnig er litið á starfsreynslu þegar umsóknir eru metnar og því skal greinagerð umsækjenda um starfsreynslu fylgja með umsókn. Þar að auki þarf samþykki yfirmanns til að stunda nám samhliða starfi að fylgja umsókninni, ef við á.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is
Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15
Sími: 525 4500
