
Öldrunarfræði
120 einingar - MA gráða
Námið er rannsóknartengt nám um málefni aldraðra. Nemandi skipuleggur námskeiðaval í samráði við sinn leiðbeinanda. Námið er tveggja ára (120e) og lýkur með 40e-60e MA-ritgerð.

Námið
Að eldast er viðfangsefni flestra, öldrunarfræði er þverfagleg grein sem skoðar öldrun út frá mismunandi sjónarhornum og áherslum. Öldrunarfræði miðar að því kynna fyrir nemendum helstu þætti sem hafa áhrif á velferðarmál aldraðra, öldrunarþjónustu, stefnumótun, löggjöf og framkvæmd á sviðum félags- og heilbrigðisþjónustu.
BA-, BS- eða B.Ed.-próf í heilbrigðis- eða félagsvísindum. Að jafnaði er krafist fyrstu einkunnar (7,25)

Að námi loknu
Markmið námsins er m.a. að kynna öldrunarfræði sem þverfaglega fræðigrein með aðaláherslu á félagslega öldrunarfræði. Hugmyndafræði fræðigreinarinnar, helstu rannsóknir og rannsóknaraðferðir eru kynntar.
Starfsmöguleikar
Að loknu námi í öldrunarfræði hafa einstaklingar styrkt stöðu sína á vinnumarkaði með hagnýtu og fræðilegu námi á sviðum öldrunarfræða. Þeir sem leggja stund á öldrunarfræði koma úr ólíkum starfsstéttum.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is
Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15
Sími: 525 4500
