Skip to main content

Nýsköpun og viðskiptaþróun

Nýsköpun og viðskiptaþróun

120 einingar - MS gráða

. . .

Viðskiptafræðideild og Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild bjóða sameiginlega upp á námsleið á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar. Námið miðar að því að undirbúa nemendur fyrir nýsköpun í fjölbreyttu samhengi.
Nám til MS prófs er 120 einingar hið minnsta, þar af 90 e. í námskeiðum, auk MS-ritgerðar sem er að lágmarki 30 e.
 

Um námið

Undirstaða námsins er námskeið um framkvæmd nýsköpunar sem nær yfir tvær lotur. Þar vinna nemendur saman að umfangsmiklu verkefni, sem felur í sér afurðaþróun byggða á sérþekkingu þar sem viðskiptalegar forsendur eru í forgrunni. Verkefnið getur sprottið úr sjálfstæðu viðskiptatækifæri eða komið úr ranni samstarfsfyrirtækja.

Nánari upplýsingar

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Forkröfur í námið er BA eða BS gráða úr háskóla. Almenna reglan er að umsækjendur hafi lokið grunnnámi með 1. einkunn (7,25). Nemendur eru valdir inn í námið með hliðsjón af fyrra námi og starfsreynslu. Nemendur sem ekki hafa lokið að lágmarki 36 einingum í viðskiptafræði eða skyldum greinum í grunnnámi þurfa við upphaf námsins að ljúka undirbúningsnámskeiðinu VIÐ155M Inngangur að rekstri, námskeiðið er ekki til gráðu. Af þessum 36 einingum skulu að lágmarki 24 einingar vera í eftirfarandi greinum eða sambærilegum: Fjármál, Inngangur að fjárhagsbókhaldi, Rekstrarhagfræði, Aðferðafræði, Inngang að mannauðsstjórnun, Inngang að stjórnun, Inngang að markaðsfræði, Inngang að verkefnastjórnun, UI – Tölvunotkun og töflureiknir, Lögfræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Berglind Blomsterberg
Sveinn Óskar Hafliðason
Daði Már Steinsson
Arnar Jónsson
Berglind Blomsterberg
MS í Iðnaðarverkfræði

Ég er í iðnaðarverkfræði og ákvað að taka nýsköpunaráfanga sem val og sé alls ekki eftir því. Áfangarnir passa vel með verkfræðináminu og henta öllum sem hafa áhuga á að skapa eitthvað nýtt. Tímarnir voru virkilega líflegir og skemmtilegir og tóku á raunverulegum vandamálum sem nemendur völdu. Rúsínan í pylsuendanum var svo að þarna kynntist ég nemendum frá öðrum námsleiðum og fékk tækifæri til að vinna með þeim.

Sveinn Óskar Hafliðason
Nýsköpun og viðskiptaþróun

Þegar ég sá að ég hafði val um að taka áfanga í nýsköpun í meistaranáminu mínu í fjármálum stóðst ég ekki freistinguna. Ég hafði komið talsvert að nýsköpun síðastliðin ár en hafði aldrei kynnt mér akademísku hliðina. Þeir áfangar sem ég tók í nýsköpun breyttu ekki bara sýn minni á mín fyrri störf heldur lituðu þau störf sem ég tók að mér þar eftir. Ég mæli hiklaust með nýsköpunarnáminu í Háskóla Íslands! 

Daði Már Steinsson, eigandi Nordic Green Travel
MS í Nýsköpun og viðskiptaþróun

Í BS námi mínu fór ég með viðskiptahugmynd í Gulleggið þar sem ég kynntist fyrir alvöru nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Í framhaldi þess stofnaði ég fyrirtæki, ferðaskrifstofuna Nordic Green Travel. Þegar kom að því að velja mér MS nám kom ekkert annað til greina en Nýsköpun og viðskiptaþróun þar sem það passaði fullkomlega við mitt áhugasvið. Helsti kostur námsins fyrir mig var að námið kenndi mér að nýta hin ýmsu tól til þess að taka nýjar viðskiptahugmyndir, litlar sem stórar, og þróa þær áfram með sem bestum árangri. Á meðan á náminu stóð gat ég svo nýtt þá þekkingu sem þar varð til og þróað fyrirtækið mitt áfram samhliða. Mér fannst frábært hvað nemendurnir komu úr mörgum mismunandi áttum. Þetta skapaði ákveðna stemmningu í hópnum þar sem við fengum ótal sjónarhorn á verkefnin. Kennararnir eru svo frábærir í sínu fagi sem gerir námið enn skemmtilegra.

Arnar Jónsson
MS í Nýsköpun og viðskiptaþróun

Ég hafði skoðað marga möguleika á meistaranámi en þegar ég sá Nýsköpun og viðskiptaþróun ákvað ég að sækja um. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á að skapa, fara nýjar leiðir og prófa eitthvað nýtt og námið smellpassaði við það. Kostir námsins fyrir mitt leyti voru haldgóðar aðferðir við að nálgast nýjar hugmyndir og verkefni, að læra hvaða þættir skipta máli í þeirri vegferð að ná árangri með þær og ná tengingu við nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Toppurinn var svo allir frábæru kennararnir og samnemendurnir sem ég kynntist og lærði mikið af.

Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Námið miðar að því að nemendur séu færir um að vinna að nýsköpun í fjölbreyttu samhengi, hvort sem það er með stofnun eigin fyrirtækja, störfum innan sprota- eða vaxtarfyrirtækja, eða við viðskiptaþróun stærri fyrirtækja.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

  • Vöruþróun
  • Þróun viðskiptatækifæra
  • Vöktun og þróun á nýjum markaðstækifærum
  • Ýmiss störf í nýsköpunarumhverfi

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs

Image result for facebook logo Facebook