Nýsköpun i heilbrigðisvísindum - ráðstefna 2019 | Háskóli Íslands Skip to main content

Nýsköpun i heilbrigðisvísindum - ráðstefna 2019

Nýsköpunarráðstefna Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

Föstudagur 15. nóvember 2019 í Veröld – húsi Vigdísar

Mikilvægar dagsetningar

8. september    Opnað fyrir skráningu
14. október       Skilafrestur ágripa 
22. október       Höfundar fá svar um þátttöku 
15. nóvember   Ráðstefnan í Veröld - húsi Vigdísar
 

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands efnir til fjórðu nýsköpunarráðstefnunnar föstudaginn 15. nóvember 2019 í Veröld – húsi Vigdísar. Þér er boðið að taka þátt!
Ráðstefnan er fyrir alla, innan skólans og utan, sem vilja kynna verkefni eða hugmynd um nýsköpun í heilbrigðisvísindum.
Undir nýsköpun fellur til dæmis frumkvöðlastarf, nýjar lausnir og hugmyndir sem unnið er að s.s. nýjar vörur, aðferðir eða leiðir í þjónustu, greiningu og meðferð. Verkefnin þurfa að vera gagnleg  fyrir samfélag og/eða atvinnulíf, vera virðisaukandi eða stuðla að ávinningi.

 

Ágrip
Til þess að taka þátt þarf að senda inn 200 orða ágrip fyrir miðnætti 10. október 2019. 
Ágripið þarf að innihalda stutta lýsingu á hugmynd og tilgangi verkefnis, framkvæmd þess og stöðu. Vísindanefnd Heilbrigðisvísindasviðs mun meta ágrip. 

Reglur um skil ágripa
Senda inn ágrip

Skráning á ráðstefnuna
Ekkert þátttökugjald er á ráðstefnuna en allir þurfa að skrá sig, líka höfundar og meðhöfundar sem hyggjast mæta.
Skrá þátttöku á Uglu eða með því að senda tölvupóst.