Skip to main content

Norrænt meistaranám í öldrunarfræðum, NordMaG

Norrænt meistaranám í öldrunarfræðum

120 einingar - MA gráða

. . .

Samnorrænt meistaranám í öldrunarfræðum (NordMaG) er 120 eininga þverfaglegt nám sem fer fram í þremur löndum: í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi. Markmið með náminu er að dýpka þekkingu nemenda á málefnum aldraðra og kynna þeim svið öldrunarfræða.

Námið

Fjallað er um helstu málefni og ágreiningsefni tengd öldrun og öldruðum, s.s. afleiðingar öldrunar, þætti sem liggja til grundvallar öldrunarferlinu, vellíðan á efri árum, leiðir til að stuðla að heilbrigðri öldrun o.fl. Þá er lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum norræna öldrunarþjónustu og gera þá hæfari til að taka þátt í norrænu rannsóknasamstarfi.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA- eða BS-nám á heilbrigðis- eða félagsvísindasviði. Að jafnaði er krafist fyrstu einkunnar
Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Að loknu námi í öldrunarfræði hafa einstaklingar styrkt stöðu sína á vinnumarkaði með hagnýtu og fræðilegu námi á sviðum öldrunarfræða.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang:

Þeir sem leggja stund á öldrunarfræði koma úr ólíkum starfsstéttum. Hafa betri sýn á velferðarmál aldraðra, öldrunarþjónustu, stefnumótun, löggjöf og framkvæmd á sviðum félags- og heilbrigðisþjónustu.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook