Norræn trú | Háskóli Íslands Skip to main content

Norræn trú

Norræn trú

210 einingar - Doktorspróf

. . .

Í námi í norrænni trú er fjallað um helstu heimildir sem til eru um norræna trú frá steinöld fram að kristnitöku, og þær aðferðir sem fræðimenn nota til að meta og greina þessar heimildir. Kennsla fer fram á ensku.

Um námið

Doktorsnám í félagsfræði samanstendur af 180 eininga ritgerð og 30 einingum í námskeiðum á fræðasviði doktorsverkefnis. Námsbrautin getur, þar að auki, gert kröfu um að doktorsnemandi taki allt að 60 einingar í námskeiðum, í samráði við leiðbeinanda. Nemendur í doktorsnámi er skylt að taka þátt í málstofum doktorsnámsins í samráði við leiðbeinanda.

Að námi loknu

Við útskrift býr nemandi yfir sérfræðiþekkingu innan fræðigreinar, hann getur beitt sérhæfðum aðferðum og verklagi og hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Inntökuskilyrði er MA-próf í norrænni trú eða skyldum greinum. Til viðbótar þessum inntökuskilyrðum getur námsbraut gert kröfu um að doktorsnemandi taki allt að 60 ECTS í námskeiðum í samráði við leiðbeinanda, sé talin þörf á að bæta við undirstöðuþekkingu hans í aðferðafræði rannsókna eða á fræðasviði doktorsnámsins. Þessum einingum skal lokið áður en rannsóknaráætlun fæst samþykkt. Að öðru leyti er vísað til reglna um doktorsnám á Félagsvísindasviði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Félagslíf

Félag doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands heitir Seigla.

Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmunamálum doktorsnema á Félagsvísindasviði og miðlun upplýsinga til þeirra auk þess að tilnefna fulltrúa doktorsnema í ráð og nefndir sviðsins. Félagið mun hvetja til samvinnu og samstarfs og skipuleggja faglega og félagslega viðburði fyrir félagsmenn. 

Hafðu samband

Skrifstofa Félags- og mannvísindadeildar
1. hæð í Gimli
Opið virka daga 10-12 & 13-15:30

525-5444 -  nemFVS@hi.is

Upplýsinga- og þjónustuborð Félagsvísindasviðs