
Norðurlandafræði
MA gráða
Í meistaranámi í Norðurlandafræðum er lögð áhersla á Norðurlönd sem sérstakt mál- og menningarsvæði. Um er að ræða hagnýtt nám, sem hefur þann tilgang að búa nemendur undir hvers konar störf og samskipti, þar sem reynir á haldgóða kunnáttu í dönsku, norsku og sænsku auk almennrar þekkingar á menningu og samfélagsgerð norrænna þjóða.

Um námið
Nemendur fá innsýn í það sem einkennir norræn þjóðfélög og þróun þeirra, daglegt líf, bókmenntir og menningu. Áhersla er lögð á að nemendur geti nýtt kunnáttu sína í a.m.k. einu Norðurlandamáli til að öðlast alhliða færni í dönsku, norsku og sænsku (þ.m.t. finnlands-sænsku) og notað þau til samskipta á norrænum vettvangi.
BA/BS gráða, eða samsvarandi menntun, t.d. á sviði hugvísinda, félagsvísinda, lista eða viðskipta, frá dönskum, finnskum, norskum eða sænskum háskólum í norrænum málum frá Háskóla Íslands eða frá öðrum háskólum þar sem kennsla hefur farið fram á einu skandinavísku málanna, dönsku, norsku eða sænsku. Að umsækjandi hafi numið í einu Norðurlandanna og notað dönsku, norsku eða sænsku í námi sínu eða hafi staðgóða þekkingu í a.m.k. einu skandinavísku málanna, þ.e. í dönsku, norsku eða sænsku.