Norðurlandafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Norðurlandafræði

Norðurlandafræði

Villa í þjónustu gráða

. . .

Í meistaranámi í Norðurlandafræðum er lögð áhersla á Norðurlönd sem sérstakt mál- og menningarsvæði. Um er að ræða hagnýtt nám, sem hefur þann tilgang að búa nemendur undir hvers konar störf og samskipti, þar sem reynir á haldgóða kunnáttu í dönsku, norsku og sænsku auk almennrar þekkingar á menningu og samfélagsgerð norrænna þjóða.

Um námið

Nemendur fá innsýn í það sem einkennir norræn þjóðfélög og þróun þeirra, daglegt líf, bókmenntir og menningu. Áhersla er lögð á að nemendur geti nýtt kunnáttu sína í a.m.k. einu Norðurlandamáli til að öðlast alhliða færni í dönsku, norsku og sænsku (þ.m.t. finnlands-sænsku) og notað þau til samskipta á norrænum vettvangi.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Sjáðu um hvað námið snýst

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.