Skip to main content

Starfsendurhæfing - Viðbótardiplóma

Starfsendurhæfing - Viðbótardiplóma

Félagsvísindasvið

Starfsendurhæfing (ekki tekið inn í námið 2024-2025)

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Viðbótardiplóma í starfsendurhæfingu er sjálfstætt 30 eininga nám sem veitir fólki tækifæri til þess að bæta sérþekkingu ofan á fyrri háskólamenntun. Námið hentar ólíkum fagaðilum á starfsendurhæfingarstöðvum jafnt sem fagfólki er sinnir geðendurhæfingu, velferðarþjónustu, ráðgjöf og þjónustu. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Starfsendurhæfing I (FRG120F)

Í námskeiðinu kynnast nemendur sögu starfsendurhæfingar, hugmyndafræði og grunnatriðum er lúta að mati og valdeflandi samvinnu við notendur. Áhersla er á viðtalstækni og beitingu hennar. Nemendur kynnast aðferðum sem fagfólk í starfsendurhæfingu notar til þess að safna upplýsingum og álykta um færni og þátttöku í starfi og rýna í og prófa ýmsar gerðir matstækja og matsaðferða, allt frá skjólstæðingsmiðuðu viðtali til staðalbundins prófs. Þeir rýna í fræðilegar undirstöður mats, mælifræðileg hugtök, túlkun matsniðurstaðna og siðfræðilega þætti er að því lýtur. Unnin eru sjálfstæð verkefni þar sem nemendur tengja fræðilega þekkingu hagnýtu starfi og skapa vitund um viðhorf, eigið gildismat og persónuþætti. Áhersla er lögð á að nemendur séu undirbúnir fyrir siðferðilegar ákvarðanir og meðferð álitamála og geti greint frá þeim í orði og rituðu máli á faglegan máta.

Námskeiðið er forkrafa fyrir námskeiðið Starfsendurhæfing II.

X

Starfsendurhæfing II (FRG230F)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er ferli og umhverfi starfsendurhæfingar, úrræði og aðferðir sem auka möguleika fólks til leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Áhersla er lögð á samspil einstaklings og aðstæðna hans í víðum skilningi og ýmsar leiðir til að efla starfsgetu fólks og draga úr samfélagslegum hindrunum. Nemendur kynnast helstu úrræðum og leiðum í starfsendurhæfingu og rýna í stefnumótun, lög og reglugerðir þar að lútandi. Þeir þjálfa sig í gerð endurhæfingaráætlana, ráðgjöf og stuðningi og nýta þar
fjölbreytileika hins þverfaglega nemendasamfélag. Námskeiðið er bæði fræðilegt og verklegt og að hluta til kennt í lotum. Starfsendurhæfing I er forkrafa fyrir námskeiðið.

X

Nýsköpun á vettvangi: Fræði og fag (FRG232F)

Markmið námsskeiðsins er að efla sérþekkingu nemenda á tengslum kenninga og fræða við starf og hlutverk starfsendurhæfingar á fjölbreyttum starfsvettvangi. Í námsskeiðinu verður hlutverk starfsendurhæfingar skoðað  með áherslu á nýjustu rannsóknir á sviðinu. Lögð er áhersla á að nemendur fái yfirsýn yfir starfsemi starfsendurhæfingar á Íslandi sem og í nágrannalöndunum. Þátttakendur munu einnig fá tækifæri til að vinna að hagnýtum verkefnum innan starfsendurhæfingar í samvinnu við starfsendurhæfingarstöðvar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsráðgjafardeild á samfélagsmiðlum

 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.