Skip to main content
10. mars 2022

Háskóli Íslands fordæmir innrás Rússa í Úkraínu

 Háskóli Íslands fordæmir innrás Rússa í Úkraínu - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og lýsir yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins.

Hér er að finna almennar upplýsingar fyrir nemendur og starfsfólk og hvernig bregðast skuli við. Þessar upplýsingar verða uppfærðar eftir því sem mál þróast. Almennum fyrirspurnum má beina á Alþjóðasvið HÍ á netfangið ask@hi.is

Sjá almenna stuðningsyfirlýsingu rektora íslenskra háskóla:

Yfirlýsing Bologna samstarfsins sem Ísland hefur undirritað markar núverandi stefnu íslenskra stjórnvalda í háskólamálum.

Yfirlit yfir viðbrögð íslenskra stjórnvalda og ýmsar gagnlegar upplýsingar á vef utanríkisráðuneytisins.

Upplýsingar fyrir nemendur og starfsfólk HÍ

Nemendur frá Úkraínu og Rússlandi geta óskað eftir viðtali hjá sálfræðingi með því að senda póst á netfangið salfraedingar@hi.is og tiltaka í viðtalsbeiðninni að komi frá þessum löndum.

Ef nemendur hafa spurningar um námið, próf eða leyfi er þeim bent á að hafa samband við deild sína.

Starfsfólk getur haft samband við Mannauðssvið mannaudssvið@hi.is  eða mannauðsstjóra viðkomandi fræðasviðs.
 

Háskólanemar frá Úkraínu

Varðandi nemendur frá Úkraínu sem þurft hafa að flýja landið og óska eftir skólavist hér, þá mun HÍ, í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda í háskólamálum, leitast við að vera sveigjanlegur varðandi aðgengi háskólanema frá Úkraínu að háskólanum og veita þeim tækifæri til að ljúka námi sínu.

Háskólanemar skulu senda fyrirspurnir á ask@hi.is og fá þá nánari leiðbeiningar varðandi umsóknarferli og gögn sem þurfa að fylgja umsókn.

Úkraínskir akademískir starfsmenn

Reynt verður að greiða götu akademískra starfsmanna úkraínskra háskóla sem nú eru á flótta eftir því sem kostur er.

Vegabréfsáritanir og dvalarleyfi

Sjá upplýsingar fyrir úkraínska ríkisborgara á vef Útlendingastofnunar.

Samstarf við Rússland

Allt samstarf við háskóla og stofnanir í Rússlandi hefur verið sett á ís. Almennt skulu aðgerðir ekki beinast að einstaklingum, og viðurkennt er að samstarf í menntun og rannsóknum er oft byggt á persónulegum tengslum. Margir akademískir starfsmenn og nemendur í Rússlandi hafa opinberlega mótmælt innrásinni. Það verður því að meta hvort framhald verði á samstarfi í hverju tilfelli fyrir sig, en taka viðmið af stefnu stjórnvalda hverju sinni.

Fáni Úkraínu