Skip to main content

Grænt bókhald

Grænt bókhald er hluti af Grænum skrefum í ríkisrekstri. Háskóli Íslands hefur skilað inn Grænu bókhaldi frá árinu 2012 og má lesa helstu lykilniðurstöður hér.

Markmið Græna bókhaldsins er að taka sama tölulegar upplýsingar sem nýtist ríkisstofnunun við að kortleggja innkaup, neyslu, úrgangsmyndun og losun gróðurhúsalofttegunda (GHL). Upplýsingar um magn i rekstri veita mikilvægar upplýsingar um þá þætti sem valda hvað mestum umhverfisáhrifum og sýna niðurstöður bókhaldsins bæði hvaða árangur hefur náðst í starfseminni og hjálpar til við að setja raunhæf markmið um hvernig má ná betri árangri.

Grænt bókhald getur þannig nýst á magvíslegan hátt, meðal annars með því að

  • Safna upplýsingum um þætti sem valda neikvæðum umhverfisáhrifum í rekstri
  • Veitir upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna, úrgangs og orkunotkunar
  • Tölur úr Grænu bókhaldi draga fram það sem betur má fara í rekstri
  • Skýrsla um Grænt bókhald veitir upplýsingar til starfsmanna og almennings um stofnunina
  • Upplýsingar um Grænt bókhald getur stuðlað að betri ímynd í samfélaginu

Græna bókhaldið tekur til eftirfarandi þátta sem taldir eru hafa hve mest umhverfisáhrif í daglegum rekstri, en þeir eru

  1. Samgöngur
  2. Úrgangur
  3. Orkunotkun
  4. Pappírsnotkun
  5. Efnanotkun

Frekari upplýsingar um Græna bókhaldið má finna á heimasíðu verkefnisins.

Grænt bókhald í Háskóla Íslands
Grænt bókhald HÍ