Skip to main content

Sjónrænar rannsóknir og bráðnun jökla

Verkefnið snýst um söfnun og miðlun gagna um bráðnun jökla á Hornafirði. Nýjum gögnum er safnað með flygildum, ljósmyndun og kvikmyndatöku, en jafnframt notast verkefnið við eldri loftmyndir m.a. úr safni Landmælinga Íslands. Miðlunin byggir á nýstárlegum aðferðum í þrívíddar tölvugrafík, hannaðar af Dr. Kieran Baxter, nýdoktor við rannsóknasetrið. Rannsóknir Dr. Baxters eru styrktar af Veðurstofu Íslands.