Skip to main content

Betra spálíkan um flæði farsóttarsmita í umsjón Landspítala

Annar hluti

Tengiliðir

  • Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson prófessor, tölvupóstur: rjs@hi.is 
  • Thor Aspelund prófessor, tölvupóstur:  thor@hi.is

Heilbrigðisvísindasvið

Á sviðinu starfa margir fremstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum við kennslu og rannsóknir.

Verkfræði og náttúruvísindasvið

Á sviðinu starfa margir helstu sérfræðingar þjóðarinnar í verkfræði, tölvunarfræði, raun- og náttúruvísindum. 

Veggspjöld rannsóknarinnar

COVID-19 VERKEFNI HÍ

Rannsóknateymið sem vinnur að áframhaldandi gerð spálíkans

Þrír nemendur úr hagnýttri stærðfræði og rafmagnsverkfræði:

  • Signý Kristín Sigurjónsdóttir
  • Valgerður Jónsdóttir
  • Margrét Vala Þórisdóttir

Eftirfarandi leiðbeinendur:

  • Birgir Hrafnkelsson, prófessor í tölfræði
  • Tómas Philip Rúnarsson, prófessor í iðnaðarverkfræði
  • Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor í iðnaðarverkfræði
  • Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði
  • Martin Ingi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir
  • Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður skurðstofa og gjörgæsla

Samstarfsaðilar

  • Embætti landlæknis
  • Landspítali

Lýsing á rannsókninni

Markmið rannsóknarverkefnisins sem tengist Nýsköpunarsjóði námsmanna var að endurbæta COVID-19-spálíkan Landspítalans þannig að stjórnendur séu betur í stakk búnir að spá fyrir um áhrif farsótta á starfsemi spítalans, þ.m.t. nýjar bylgjur COVID-19 smita.

Aðferðafræði

  • Verkefnið fólst í að finna, útfæra og prófa mögulegar leiðir til að endurbæta spálíkan Landspítala um flæði farsóttarsmitaðra í umsjón spítalans.
  • Líkanið styðst við spá um fjölda nýrra smita, söguleg gögn um flæði smitaðra og hermilíkan til að spá fyrir um hvernig smitaðir færast inn og út af spítalanum og á milli eininga innan hans meðan á farsótt stendur.
  • Spá um fjölda nýrra smita er notuð til að meta fjölda smitaðra í umsjón spítalans og söguleg gögn til að meta líkur á því hvernig smitaðir færast á milli staða og hversu lengi þeir staldra við á hverjum stað.
  • Þessi sögulegu gögn eru umfangsmikil og einstök og söfnuðust í fyrstu bylgju COVID-19 á Íslandi í hinni nýju umgjörð sóttvarnarviðbragða sem þá varð til.
  • Víðtækar greiningar, öflug smitrakning, skipulögð eftirfylgni með sjúklingum og stofnun COVID-19-göngudeildar varð til þess að til urðu mikilvægar upplýsingar um framvindu sjúkdómsins sem eru einstakar á heimsvísu.
  • Við gerð verkefnisins var einnig útbúið notendavænt gagnaborð sem stjórnendur Landspítalans geta notað til þess að átta sig betur á stöðu farsóttarinnar, séð hvernig hún hefur breyst og nálgast spá á einfaldan hátt.
  • Þannig var þróað verkfæri fyrir stjórnendur Landspítalans sem ekki hefur verið til staðar áður til að aðstoða við ákvarðanatöku í tengslum við smitsjúkdómafaraldra líkt og COVID-19.

Áhrifaþættir betra spálíkans - Framlag til samfélagsins

  • Á hverjum degi á spátímanum er niðurstöðunni lýst sem fjölda smitaðra á hverjum stað, t.d. heima, á legudeild eða gjörgæslu, og út frá þessum upplýsingum geta stjórnendur tekið ákvarðanir um að auka eða minnka afkastagetu spítalans til að taka á móti farsóttarsjúklingum.
  • Spáin getur nýst til að gera daglegar spár meðan á faraldrinum stendur og það nýtist einnig stjórnendum spítalans sem geta skoðað áhrif mismunandi sviðsmynda um smit og þróun þeirra.
  • Spáin nýtist til að gefa innsýn í álag á sjúkrastofnanir meðan á farsóttum stendur, þ.m.t. hvaða gögnum mikilvægt er að safna til að ná sem bestum árangri.
Þrír nemendur sem komu að rannsókn
Myndir úr gagnaborði rannsóknarinnar, sýna þróun
Heimsmarkmið 3,4 og 5, lógó
Meira efni