Skip to main content

Styrktar- og rannsóknarsjóður Þuríðar J. Kristjánsdóttur

Styrktar- og rannsóknasjóður Þuríðar J. Kristjánsdóttur var stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til doktorsnema á Menntavísindasviði, einkum vegna verkefna á sviði kennslumála. Stofnfé sjóðsins er nærri 50 milljónir króna.
 
Stofnframlag sjóðsins er gjöf Þuríðar Jóhönnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi prófessors við og aðstoðarrektors Kennaraháskóla Íslands, sem lést árið 2018. Í erfðaskrá sinni arfleiddi hún Háskóla Íslands að húseign sinni og öðrum peningalegum eigum með það að markmiði að stofna þennan sjóð.