Skip to main content

Meistaranám til kennslu

Meistaranám til kennslu - á vefsíðu Háskóla Íslands

Ef þú hefur lokið bakkalárprófi (BA- eða BS-próf) á námssviði eða kennslugrein skólanna getur þú bætt við þig tveggja ára meistaranámi og sótt um leyfisbréf sem kennari. Við inntöku í meistaranám gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu með fyrstu einkunn (7,25).

Kennaranámið er skipulagt með fyrra nám umsækjenda í huga og er gert ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 120 einingum á bakkalárstigi í kennslugreinum grunnskóla. Ef valin er námsleið á meistarastigi sem ekki er í samræmi við bakkalárgráðu viðkomandi, er líklegt að umsækjandi þurfi að bæta við sig námskeiðum á því sviði í grunnnámi. Áætlun fyrir hvern og einn umsækjanda verður unnin út frá fyrra námi.

Nýr valkostur í kennaranámi

Frá og með haustmisseri 2020 verður boðið upp á MT-námsleiðir (e. Master of Teaching) fyrir þá sem stefna á kennaranám. Þessar námsleiðir fela það í sér að nemandi getur tekið kennslufræðitengd námskeið í stað þess að skrifa 30 eininga rannsóknarritgerð.

Eitt leyfisbréf

Ný lög um kennaranám fjölga tækifærum kennara til muna því þeir fá eitt leyfisbréf með heimild til að kenna í leik-, grunn- og framhaldsskóla. Kennaranemar munu áfram sérhæfa sig til kennslu, til dæmis á leikskólastigi, í yngri barna kennslu í grunnskóla eða til að kenna eldri börnum og ungmennum ákveðnar faggreinar.

Hvað kostar námið?

Engin skólagjöld eru í Háskóla Íslands en árlegt skrásetningargjald er 75.000 kr. (55.000 kr. ef sótt er um innritun á vormisseri). 

Sækja um nám

Umsóknarfrestur í framhaldsnám er 15. apríl. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er til 5. júní.

Viltu vita meira?

Starfsfólk á kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs veitir allar nánari upplýsingar um námið.

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð - Enni
Opið frá kl. 8.15 -15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs[hja]hi.is

Fylgdu okkur á Facebook og Instagram!

Tengt efni