Skip to main content

Viltu verða leikskólakennari?

Leikskólakennarafræði er fimm ára nám. Markmið námsins er að nemar öðlist yfirsýn og skilning á menntahlutverki leikskóla og starfsemi þeirra, kenningum um uppeldi og menntun ungra barna og þjálfist sem fagmenn í leikskólastarfi. Í náminu er lögð áhersla á grunnþætti menntunar, námssvið leikskóla, leik sem megin náms- og þroskaleið og réttindi barna.

Umsóknarfrestur í grunnnám er 5. júní og 15. apríl í framhaldsnám. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er til 5. júní. Sótt er um nám á hi.is.

Menntunarfræði leikskóla er meistaranám ætlað þeim sem hafa lokið bakkalárprófi sem tengist uppeldisfræði eða námssviðum leikskólans. Námið veitir leyfisbréf til kennslu.

Tengt efni