Viltu verða kennari? | Háskóli Íslands Skip to main content

Viltu verða kennari?

Netspjall

Boðið er upp á kennaranám í öllum fjórum deildum Menntavísindasviðs. Kennaranám veitir traustan undirbúning fyrir lifandi starf sem sífellt býður upp á ný og mikilvæg viðfangsefni. Kennaranemar öðlast grunnþekkingu á námi og kennslu og fá tækifæri til að sérhæfa sig á ólíkum sviðum í samræmi við eigin áhuga. Hægt er að velja margar ólíkar leiðir til að verða kennari í leik-, grunn- eða framhaldsskóla. 

Kynningarbæklingur

Fjölbreyttar leiðir – framsækið nám

Kennaranám er fimm ára fræðilegt og starfstengt nám, sem skiptist í 180 eininga BA-, BS- eða B.Ed.-nám og 120 eininga M.Ed.-nám, og veitir leyfisbréf í leik-, grunn- eða framhaldsskóla. Miðað er við að nemendur sem hefja meistaranám hafi lokið grunnnámi með fyrstu einkunn.

Unnt er að taka samfellt fimm ára kennaranám á Menntavísindasviði eða ljúka fyrst bakkalárprófi (BA- eða BS-próf) á námssviði eða kennslugrein skólanna og bæta svo við sig tveggja ára kennsluréttindanámi. 

Vettvangsnám

Vettvangsnám er mikilvægur þáttur í öllu kennaranámi. Kennaranemar fara á vettvang í nokkrar vikur á hverju skólaári, fá að fylgjast með kennslu reyndra kennara og spreyta sig á að prófa eigin hugmyndir í samvinnu við þá. Verkefnin tengjast sérhæfingu kennaranema, námssviðum og kennslugreinum skóla eða þeim fjölmörgu uppeldislegu viðfangsefnum sem kennarar sinna. 

Lifandi og öruggt framtíðarstarf

Kennarar gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki og því hefur kennaramenntun lengi verið eftirsótt. Langflestir þeirra sem ljúka kennaranámi starfa við kennslu en menntunin nýtist einnig vel á öðrum vettvangi, bæði innan menntakerfisins og á almennum vinnumarkaði. Kennaramenntun er alþjóðlega viðurkennt nám og eru atvinnumöguleikar að loknu námi miklir. Kennarar starfa á einum stærsta vinnumarkaði landsins: í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Starfið veitir fólki tækifæri til að taka þátt í mótun og uppbyggingu samfélagsins til framtíðar.

Hvað kostar námið?

Engin skólagjöld eru í Háskóla Íslands en árlegt skrásetningargjald er 75.000 kr. (55.000 kr. ef sótt er um innritun á vormisseri). 

Sækja um nám

Umsóknarfrestur í grunnnám er 5. júní og 15. apríl í framhaldsnám ár hvert. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er til 5. júní.


Viltu vita meira?

Starfsfólk á kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs veitir allar nánari upplýsingar um kennaranám á öllum skólastigum.

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð - Enni
Opið frá kl. 8.15 -15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid@hi.is

Tengt efni
Komdu að kenna!

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.