Skip to main content

FirstLegoLeague 2017

FirstLegoLeague 2017 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. nóvember 2017 9:00 til 15:30
Hvar 

Háskólabíó

Nánar 
Vísindaveisla

Hin árlega FirstLegoLeague keppni verður haldin í Háskólabíói laugardaginn 11.nóvember. Þá munu á þriðja hundarð keppenda etja kappi í tæknilegói.

Eftir hádegi verður opið hús, þá gefst gestum og gangandi kostur á að fylgjast með spennandi keppni í Stóra salnum og kynna sér fjölbreytta dagskrá í anddyri Háskólabíós.

Þar verður margt í boði fyrir alla fjölskylduna, meðal annars verður VATN þar til umfjöllunar með lifandi og áþreifanlegum hætti; vatnið umhverfis okkur, lífið sem í því býr og vatnið innra með okkur. Landsvirkjun, nemendur í næringarfræði við Háskóla Íslands, nemendur í Umhverfis- og auðlindafræði og Rannsóknarsetur HÍ í Sandgerði verða á staðnum og kynna sína hlið vatnsins.

KRUMMA býður að vanda gestum að spreyta sig á skemmtilegum þrautum og Team Spark sýnir kappakstursbíl ársins.

VÍSINDASMIÐJAN vinsæla verður auðvitað opin með tilraunir, tæki og upplifun fyrir alla fjölskylduna.

Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar hér

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Sandgerði hefur boðað komu sína á FirstLegoLeague.
Þar sem Rannsóknarsetrið sérhæfir sig í rannsóknum á fuglum og sjávardýrum má reikna með því að með þeim í för verði lifandi dýr sem verði til sýnis fyrir gesti.
Líkt og sjá má á þessari mynd hafa krabbar og sjávardýr iðulega vakið hrifningu og gleði ungra gesta.