Skip to main content

Textíll og hönnun

Textíll og hönnun - á vefsíðu Háskóla Íslands

Í fimm ára kennaranámi, í deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði, er boðið upp á kjörsviðið Textíll og hönnun innan námsbrautar list- og verkgreina. Námið er undirbúningur fyrir textílkennslu í grunn- og framhaldsskólum. Kennaranemar tileinka sér fjölbreyttar vinnuaðferðir með áherslu á hönnun, listir, sjálfbærni og nýsköpun. Unnið er með skapandi tjáningarleiðir frá hugmynd að fullvinnslu og mikilvægi textíla í sögulegu samhengi.

Kennsla, á kjörsviðinu Textíll og hönnun, hefur það að meginmarkmiði að efla fagþekkingu kennaranema og að gera þá sem hæfasta til að miðla þekkingu sinni með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Lögð er áhersla á tengingu textílgreinarinnar við framhaldsnám og atvinnulíf. Kennslufræði greinarinnar er samtengd textílnámskeiðum sem í boði eru og námi nemenda á starfsvettvangi.

Skipulag námsins

Ljúka þarf 180 einingum í grunnnámi til að öðlast B.Ed. gráðu.

Ljúka þarf 120 einingum í framhaldsnámi til að öðlast M.Ed. eða MT gráðu og kennararéttindi.

Oddviti kjörsviðs: Ásdís Ósk Jóelsdóttir aoj@hi.is