Skip to main content

Um námið í kennslufræði fyrir iðnmeistara

Markmið náms í kennslufræði fyrir iðnmeistara er að nemendur öðlist þekkingu, skilning og færni til að starfa sem kennarar, hafi fræðilega og hagnýta þekkingu á því hvernig fólk lærir og geti beitt þekkingunni í starfi.

Einnig að þeir öðlist kunnáttu og færni í að vekja áhuga nemenda, í framsetningu námsmarkmiða, skipulagningu náms og kennslu, vali námsefnis, beitingu kennsluaðferða, notkun kennslugagna og geti metið eigin verk og nemenda sinna.

Fyrirkomulag kennslu

Námið er skipulagt sem staðnám og fjarnám með skilgreindri mætingaskyldu. Þau námskeið sem eru skipulögð sérstaklega fyrir þennan námshóp eru kennd í staðbundnum lotum og þar fyrir utan er námið stundað með aðstoð netsins. Námið fer fram að miklu leyti með stuðningi tölvutækninnar og netsins. Hluti námsins er þannig skipulagður að nemendur mæta reglulega í vettvangsnám í grunn- eða framhaldsskóla, bæði til að vinna námsverkefni og til æfingakennslu.

Námið skiptist í 50e í kjarna og 10e valnámskeið. Sjá kennsluskrá.

Aðgangur að frekara námi

Möguleikar á framhaldi. Menntavísindasvið býður þeim sem ljúka grunndiplómunni að innrita sig í nám til bakkalárgráðu í kennslufræði verk- og starfsmenntunar. Gráðan veitir ekki aukin kennsluréttindi heldur eykur starfshæfni almennt og veitir rétt til að sækja um nám á meistarastigi og síðar doktorsnám.

Tengt efni