Skip to main content

Um kennaranám

Kennaranám veitir frábæran undirbúning fyrir lifandi starf sem sífellt býður upp á ný og mikilvæg viðfangsefni. Kennaranemar fá góðan grunn til að byggja á en einnig tækifæri til sérhæfingar í samræmi við áhugasvið sem stuðlar að fagmennsku og ánægju í starfi.

Markmiðið er að nemendur öðlist skilning á kenningum, forsendum, hugtökum og aðferðum sem tengjast grunnskólakennslu, þroska og félagslegri stöðu barna, þekkingarlegum forsendum námsgreina og miðlun þeirra. Þá eiga þeir að geta nýtt þekkingu sína og skilning við uppeldi barna og leiðsögn, kennslu og námsefnisgerð.

Allir grunnskólakennaranemar taka námskeið í íslensku, stærðfræði og nokkrum öðrum kennslugreinum grunnskólans og sérhæfa sig í einni þeirra. Í náminu er grunnur lagður að þekkingu á kennsluháttum og hugmyndum manna um nám. Einnig eru námskeið í sálfræði, félagsfræði, heimspeki, námskrárfræði og aðferðafræði.

Kjörsvið

Áhersla er lögð á að hver kennaranemi geti mótað námið eftir áhugasviði sínu og valið sér leiðir til sérhæfingar. Í grunnnámi velja kennaranemar sér kjörsvið og halda áfram þeirri sérhæfingu í meistaranámi.

Í boði eru tólf spennandi sérsvið og sérhæfa nemendur sig í einu þeirra: 

Fyrirkomulag kennslu

Leik- og grunnskólakennaranámið er skipulagt sem staðnám og/eða fjarnám með ákveðinni mætingaskyldu og vettvangsnámi. Kennt er með í fyrirlestrum og umræðutímum auk þess sem list- og verkgreinakennsla fer fram í verklegum tímum. Kennt er með í fyrirlestrum og umræðutímum auk þess sem list- og verkgreinakennsla fer fram í verklegum tímum.

Vettvangsnám

Kennaranemar fara í vettvangsnám þar sem æfingakennsla og fjölbreytt verkefnavinna fer fram í nokkrar vikur á hverju skólaári. Verkefnin tengjast sérhæfingu kennaranema, námssviðum og kennslugreinum grunnskóla eða þeim fjölmörgu uppeldislegu viðfangsefnum sem kennarar sinna. Vettvangsnámið er því einstakt tækifæri fyrir kennaranema til starfsþjálfunar á framtíðarstarfsvettvangi sínum. Sjá nánar.

Meistaranám

Að loknu þriggja ára B.Ed.-námi hefur kennaranemi rétt til að sækja um tveggja ára fjölbreytt og spennandi 120 eininga meistaranám sem veitir réttindi til að sækja um leyfisbréf leik- eða grunnskólakennara. Með sérstöku vali geta kennaranemar fengið heimild til kennslu á fleiri skólastigum. Miðað er við að nemendur sem hefja meistaranám hafi lokið grunnnámi með fyrstu einkunn.

Tengt efni