Skip to main content

Um BS-nám í geislafræði

BS-nám í geislafræði er þriggja ára fræðilegt og verklegt 180 eininga nám þar sem meginmarkmiðið er að veita grunnmenntun í geislafræði þannig að nemandi geti tekist á við frekara nám sem veitir réttindi til að starfa sem geislafræðingur eða aðgang að meistaranámi.

Geislafræðingar veita nauðsynlega þjónustu í heilbrigðisgeiranum og gegnir myndgreining sífellt stærri hlutverki í greiningu og meðferð margvíslegra sjúkdóma. Til að skyggnast inn í mannslíkamann nota geislafræðingar ýmsar aðferðir sem eru í stöðugri þróun. Án nákvæmra mynda af því sem er að gerast í líkamanum, myndi meðhöndlun sjúkdóma ekki vera eins árangursrík jafnframt sem verðmætur tími tapast.

Skipulag námsins

Á fyrsta ári er áherslan á almenna þekkingu á mannslíkamanum en seinni tvö árin einkennast af sérhæfðum námskeiðum í geislafræði. Nemendur læra að takast á við allar þær rannsóknir sem eru á verksviði geislafræðinga á Íslandi:

  • almennar röntgenrannsóknir
  • ísótóparannsóknir
  • tölvusneiðmyndarannsóknir
  • æðarannsóknir 
  • segulómrannsóknir

Fjölbreyttum aðferðum er beitt í kennslu og námsmati þar sem fyrirlestrum, verkkennslu, einstaklingsverkefnum og hópvinnu er fléttað saman. 

Starfsréttindi

BS-próf í geislafræði að viðbættu eins árs 60 eininga framhaldsnámi (diplóma) í geislafræði veitir starfsréttindi sem geislafræðingur. Námið tekur því fjögur ár og er diplómaprófið jafnframt fyrsta árið í meistaranámi.

Tengt efni