Skip to main content

Mekatróník hátæknifræði (sameinar tölvu- og véltækni, kennt á Ásbrú)

Mekatróník hátæknifræði (sameinar tölvu- og véltækni, kennt á Ásbrú)

210 einingar - BS gráða

. . .

Nám í mekatróník hátæknifræði í Háskóla Íslands er þverfaglegt háskólanám kennt á vettvangi Keilis. Mekatróník tæknifræði er þverfaglegt nám sem sameinar vél-, rafeinda- og hugbúnaðartæknifræði.

Mekatróník kemur víða við í nútímatækni. Markmiðið er að veita nemendum traustan grunn í þessum fræðum og búa þar með til ómissandi hlekki í sköpun og þróun framtíðartækni.

Grunnnám

Veittur er sterkur grunnur í aðferðum sem nýta bæði rafeinda- og hugbúnað til að stjórna vélbúnaði. 

Nemendur læra meðal annars að hanna mekatrónísk kerfi, mæla og vinna úr mælingum til þess að stjórna vélbúnaði.

Nemendur læra nóga rafeindatækni til að geta búið til búnað til að mæla og vinna úr mælingum. 

""

Meðal viðfangsefna

 • Mælitækni
 • Merkjavinnsla
 • Stýritækni
 • Hönnun vélhluta
 • Rafmagnsfræði
 • Rafeindafræði

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentspróf eða sambærilegt nám. Sambærilegt nám: Lokapróf frá Verk-og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis. Fjórða stigs vélstjórapróf. Lokapróf í Tækni- og verkfræðigrunni frá frumgreinanámi Háskólans í Reykjavík. Mælt er með að nemandi hafi lokið 24 einingum í stærðfræði (40 fein) og 30 einingum (50 fein) í náttúrufræðigreinum (þar af 6 (10 fein) í eðlisfræði).  Nemendur sem lokið hafa iðnnámi eða öðru sambærilegu námi stendur til boða hnitmiðað undirbúningsnám við Háskólabrú Keilis. Kennsla námsleiðar er háð lágmarksfjölda nemanda.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Nemendur eru eftirsóttir starfskraftar þar sem þeir geta hannað og viðhaldið vélbúnaði búnum rafeinda- og hugbúnaðarstýringum.

Sem dæmi um slíkan búnað má nefna:

 • Vélknúin farartæki
 • Vvélbúnað í framleiðslufyrirtækjum
 • Búnað í heilbrigðisgeiranum
 • Neytendavörur
 • Gervilimi og margt fleira. 
Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Upplýsingar um framhaldsnám koma síðar. 

Félagslíf

 • Félag nemenda í tæknifræðinámi við Háskóla Íslands og Keili heitir ASKIT
 • Félagið heldur uppi öflugu félagslífi og gætir hagsmuna nemenda. 

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs 
Opið virka daga frá 8:30-16 

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík
s. 525 4466  - nemvon@hi.is
Facebook

Nemendaþjónusta VoN

Skrifstofa Keilis

s. 578 4000 - keilir@keilir.net

Netspjall