Verkfræðileg eðlisfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Verkfræðileg eðlisfræði

Verkfræðileg eðlisfræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Meistaranám í verkfræðilegri eðlisfræði er tveggja ára fræðilegt og verklegt rannsóknatengt framhaldsnám.

Miðað er við að nemendur sem innritast í námið hafi lokið BS-námi í verkfræðilegri eðlisfræði en nemendur af skyldum sviðum geta fengið inngöngu að fullnægðum tilteknum forkröfum.

Um námið

Meistaranámið er tveggja ára fræðilegt og verklegt rannsóknatengt nám. 60 einingar eru rannsóknaverkefni og 60 einingar eru námsleiðir.

Námskeiðin eru kennd á íslensku nema annað sé tekið fram.

Meistararitgerð skal alla jafna rituð á ensku.

Nánar um hæfniviðmið í kennsluskrá.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Fyrsta háskólagráða, BS-próf, með lágmarkseinkunn 6,5. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja meistaranám.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Skrifstofa 
s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

 Instagram  Twitter  Youtube

 Facebook  Flickr

Netspjall