Skip to main content

Umhverfis- og byggingarverkfræði

Umhverfis- og byggingarverkfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Nám í umhverfis- og byggingarverkfræði byggir á haldgóðri þekkingu í stærðfræði, raungreinum, íslensku og ensku.

Grunnnámið er þriggja ára nám sem lýkur með BS gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði.

Til að öðlast réttindi til starfsheitisins verkfræðingur þarf einnig að ljúka meistaraprófi.

Grunnnám

Grunnnámið í spannar mörg fagsvið. Meðal fagsviða eru mannvirkjahönnun, umhverfisverkfræði, vatna- og straumfræði, skipulag og samgöngur, og jarðtækni og grundun.

Fyrstu tvö árin eru skyldunámskeið með talsverðri áherslu á stærðfræði og eðlisfræði ásamt grunnnámskeiðum í verkfræði.

Á þriðja ári eru verkfræðinámskeið ráðandi og boðið upp á valfög.

Meðal viðfangsefna

Fræðilegt nám fer að mestu leyti fram í VR-II. Verklegt nám er kennt á rannsóknastofum í VR-III og á vettvangi.

Verkefnavinna er mikilvægur hluti námskeiða og verkefni gjarnan unnin í hópum. Farnar eru vettvangsferðir til að skoða áhugaverð mannvirki.

Nemendum sem lokið hafa fyrsta námsári gefst kostur á að taka eitt til tvö misseri í skiptinámi við erlenda samstarfsskóla.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að minnsta kosti 24 einingum (40 fein) í stærðfræði og 30 einingum (50 fein) í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 6 einingum (10 fein) í eðlisfræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingur er nauðsynlegt að ljúka bæði grunn- og meistaranámi.

Umhverfis- og byggingarverkfræðingar stjórna og hafa eftirlit með byggingarframkvæmdum og viðhaldsverkefnum. Einnig greina þeir gögn og þróa tölvulíkön til þess að spá fyrir um framtíð þjóðfélagsins.

Þeir taka þátt í að meta umhverfisáhrif framkvæmda og koma að skipulagi byggðar. Þeir rannsaka áður óþekkt viðfangsefni og þróa tækni sem hentar íslenskum aðstæðum.

Umhverfis- og byggingarverkfræðingar eru eftirsóttir starfskraftar.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Meistaragráðan uppfyllir skilyrði um að fá að nota starfsheitið verkfræðingur.

Í meistaranáminu sérhæfir nemandinn sig á ákveðnu sérsviði. Nemandinn fær nauðsynlega breidd til að geta unnið með verkfræðingum af öðrum fagsviðum.

Kjörsvið eru fjölbreytileg innan hverrar námslínu.

Félagslíf

  • Félag nemenda við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild nefnist  Naglarnir.
  • Félagið gætir hagsmuna nemenda og á fulltrúa í nefndum og á deildarfundum.
  • Félagið stuðlar að virku félagslífi nemenda og stendur fyrir ýmsum atburðum á hverju ári, svo sem vísindaferðum og árshátíð.

Hafðu samband

Skrifstofa 
s. 525 4700 
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr

Netspjall