Skip to main content

Uppeldis- og menntunarfræði

Uppeldis- og menntunarfræði

60 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Viðbótardiplóma í uppeldis- og menntunarfræði er hugsuð fyrir þá sem vilja efla tengsl við vettvang og bæta við sig námi á meistarastigi án þess að fara í fullt meistaranám. Umsækjendur þurfa að hafa lokið bakkalárgráðu og hafa leyfisbréf til kennslu. Námið er skipulagt sem staðnám eða sveigjanlegt nám í eitt til tvö ár.

Um námið

Í boði eru fimm spennandi sérsvið og sérhæfa nemendur sig í einu þeirra. 

Áherslur í námi

Meginmarkmið námsins er að efla tengsl við vettvang og auka sveigjanleika með því að bjóða diplómunám fyrir fólk sem vill bæta við sig námi á meistarastigi án þess að fara í fullt meistaranám. Að lokinni viðbótardiplómu getur nemandi farið í áframhaldandi nám til meistaragráðu.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Nemandi sem tekinn er inn á námsleiðina verður að hafa lokið grunnnámi, þ.e. BA-, BS-, eða B.Ed.-námi, eða sambærilegu námi, að jafnaði með fyrstu einkunn.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Að loknu námi opnast ýmsir möguleikar sem tengjast viðkomandi sérsviði, svo sem ýmis störf í skóla án aðgreiningar, stjórnun, fullorðinsfræðslu og símenntun.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kennsluráðgjöf í skóla án aðgreiningar
  • Símenntun í fyrirtækjum
  • Þróunarstarf í menntastofnunum

Félagslíf

Í uppeldis- og menntunarfræði er starfandi öflugt nemendafélag, Padeia. Farið er í vísindaferðir, haldnar árshátíðir, Pubquiz og próflokaskemmtanir. Padeia starfar með öðrum nemendafélögum sviðsins og er boðið upp á marga sameiginlega viðburði. Padeia er einnig hagsmunafélag og er nemendum innan handar. 

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 –15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum er beint til  Guðrúnar Eysteinsdóttur, deildarstjóra Uppeldis- og menntunarfræðideildar.

Sími 525-5951
gudruney@hi.is

Netspjall